Fiskurinn: Hvort ertu skrautfiskur eða hákarl?

Elsku Fisk­ur­inn minn,

að sjálf­sögðu eruð þið tveir Fisk­ar sem táknið þetta merki. Ann­ar Fisk­ur­inn er há­karl en hinn er skraut­fisk­ur. Maður veit aldrei hvor­um maður mæt­ir, há­karl­in­um eða skraut­fiskn­um. Þetta ger­ir það að verk­um af þú ert svo spenn­andi og all­ir vilja vita hver þú í raun og veru ert. En eng­inn mun kom­ast að neinni niður­stöðu vegna þess að þú hef­ur þann hæfi­leika að aðlaga þig að öllu og öll­um. 

Stund­um er þó há­karl­inn í orku þinni of lengi og sér­stak­lega núna í sept­em­ber og í byrj­un októ­ber þar sem þig lang­ar virki­lega að éta ein­hvern. Alla­vega að sýna að það borg­ar sig ekki að ráðast á þig. Þú ert svo góður í að semja leik­rit eða að segja frá því sem gerðist og alltaf muntu skreyta það aðeins og það ger­ir þig svo skemmti­leg­an. Er það ekki það sem við öll þráum að vera með skemmti­leg­um mann­eskj­um?

Þér finnnst það vera þín skylda að mæta í flest boð og að vera sýni­legri en þú nenn­ir. Og ef allt er ekki eins fín­pússað og þú gerðir ráð fyr­ir þá færðu móral eða ang­ist. Sem er í raun og veru bara brjóstsviði sem hverj­ur jafn­fljótt og hann kom.

Það blóm sem teng­ist fiska­merk­inu heit­ir Fjóla, svo fjólu­blár lit­ur set­ur inn ró og ör­yggi, svo þú skalt hafa það í minni.  Lit­ir al­mennt sem þú set­ur í klæðaburð þinn eða í annað í kring­um þig hafa svo góð áhrif á þig og stuðla að vellíðan. Þú skalt líka skoða vel að allskon­ar lykt hef­ur líka mik­il áhrif á þig. Þú átt eft­ir að stunda and­leg­ar at­hafn­ir og að hvíla þig á hug­ar­breyt­andi efn­um og vesen­is­gjörn­ing­ing­um. Þú ert að sýna fram á að há­karl­inn og skraut­fisk­ur­inn geti synt sam­hliða og ekk­ert fær þig sigraðan. Ástin er eins og þú vilt hafa hana, en gefðu þeim sem þú elsk­ar það frelsi sem þarf.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda