Hrúturinn: Þú ert að fara að fá frábærar fréttir

Elsku Hrút­ur­inn minn,

það hafa verið allskyns leiðin­leg­ar frétt­ir sem þú hef­ur fengið að und­an­förnu. Þú læt­ur svo oft þessi leiðindi stjórna skapi þínu sem svo bitna á öðrum sem síst skyldi. En ég ætla að segja þér að þú ert ekk­ert fórn­ar­lamb eða píslar­vott­ur. Það eru jafn­vel marg­ir sem hræðast þig og svo eru marg­ir sem halda þú sért svo­lítið snobbaður, en ekk­ert af þessu á við þig.

Þú hef­ur eitil­h­arða orku til þess að fara í gegn­um erfiðustu kvik­syndi. Þú ert lang­best­ur þegar þú ert á tán­um og þarft virki­lega að hafa fyr­ir hlut­un­um. Það eru svo marg­ir sem eru að biðja þig um að redda, bjarga og hjálpa sér. Og þú átt að gera þitt besta og vera hjálp­sam­ur og helst að marg­falda hjálp­semi þína. Þú ert und­ir sterku Karma og það sem þú læt­ur gott af þér leiða mun koma strax til þín úr ann­arri átt. Lífið tek­ur mikl­um breyt­ing­um á já­kvæðan máta því að þegar þú þarft þess ertu ósigrandi.

Leitaðu ekki eft­ir spennu, held­ur gerðu lífið spenn­andi. Það eru sum­ir sem sigla í þessu merki und­ir þeirri tíðni eða orku sem þeir þurfa til þess að hafa lífið skemmti­legt. Og ég kalla á þig sem skil­ur hvað ég er að segja, að þú þarft að henda þér út í djúpu laug­ina til þess að sjá þetta líf í lit. 

Ástæðan fyr­ir því að þið finnið ekki lífs­ork­una sem þið eigið skilið er vegna þess að ein­hver sagði svo sterkt við ykk­ur að þið gætuð ekki þetta eða væruð ekki þetta eða hitt og það stimplaðist inn í frum­urn­ar. Lyk­ill­inn til að kom­ast út úr þessu er að trúa og treysta og að muna það að á sjö ára fresti end­ur­nýj­ast allt og í lík­amnaum. Og þið öll hafið jafna mögu­leika að setja nýtt afl, nýj­ar hugs­an­ir og nýja orku í ykk­ar og heila.

Það er ým­is­legt að ger­ast í kring­um vinnu eða stöðu, það eru rifr­ildi, ekki nógu góð sam­vinna og svik af ein­hverri gráðu, en ekki láta þetta angra þig. Haltu bara áfram á eins mikl­um hraða og þú kemst, því þá sit­urðu ekki í súp­unni eins og hinir. Þú færð fljót­lega frá­bær­ar frétt­ir sem gefa þér kraft til að sanna hvað þú get­ur og hvað þú ert.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda