Krabbinn: Heiðarleikinn kemur þér langt

Elsku Krabb­inn minn,

það er svo mik­il­vægt fyr­ir þig að rétt­lætið nái fram að ganga. Þú vilt vera sann­gjarn og gjaf­mild­ur við alla og særa eng­ann. En núna er tíma­bil þar sem þú þarft að taka ákörðun umm hvað er þess virði að berj­ast fyr­ir. Ef þú þorir ekki að gera eitt­hvað nýtt og óvenju­legt þarftu að sætta þig við það venju­lega og það er ekki góð skemmt­un. Þú ert að verða svo sýni­leg­ur og fólk mun kepp­ast að því að fá þig til liðs við þig. En því sem þú lof­ar verðurðu að standa við eða að sleppa því bara al­veg að lofa.

Þú átt eft­ir að finna það sem þú þráir og þegar þú finn­ur það þá leit­arðu bara eft­ir ein­hverju öðru sem þú þráir. Þú ert alltaf fyrst­ur til þess að brosa og ert svo ótrú­lega smit­andi mann­eskja. Það eru svo ótelj­andi aðdá­end­ur í kring­um þig, en þú læt­ur eins og þú sjá­ir það bara ekki, eða kannski sérðu það bara ekki?

Þú átt eft­ir að opna fyr­ir skoðun eða lífs­reynslu annarra og líf þitt tek­ur óvenju­lega stefnu. Það sem er mik­il­væg­ast af öllu er að þú ert svo traust­ur og heiðarleg­ur og þú tal­ar ein­hvern­veg­inn þannig að öll­um finn­ast þeir tengj­ast þér svo vel. Það er kannski vegna þess þú ert svo af­burðagreind­ur og hef­ur svo mikla sam­skipta­hæfi­leika.

Á þessu tíma­bili sem þú ert að ganga inn í muntu þekkja og fá að vita sann­leik­ann, hvort sem þú ert að leita að hon­um eða ekki. Kannski er þetta vegna þess að þú ert svo í bein­um tengsl­um við Al­mættið að það er stund­um óþægi­legt.

Það er mik­il­vægt fyr­ir þig sér­stak­lega up­p­úr miðjum sept­em­ber­mánuði að vera fljót­ur að hugsa og að fram­kvæma. Það eru ein­hversskon­ar slags­mál í kring­um fjöl­skyld­una þína, flokk­inn þinn, íþróttaliðið eða þá hópa sem þú ert mest tengd­ur. Þú þarft að taka af­stöðu, þú get­ur ekki siglt í gegn­um þessa hluti. Því að þú veist hvað er rétt og þú veist hvað er satt og þú verður að tjá þig, jafn­vel þó þú þurf­ir að gera það op­in­ber­lega.

Í til­finn­inga­líf­inu þínu veistu hvað gef­ur líf­inu gildi, þú skalt halda með ást­inni sem hef­ur traust og heiðarleika og ekki veðja á vit­laus­an hest eða að skipta um hest í miðri á. Þú ert að fara inn í at­hygl­is­verða tíma og sérð hvað það er sem gef­ur líf­inu gildi.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda