Nautið: Kláraðu ókláruðu verkin

Elsku Nautið mitt,

þú ert sá karakt­er sem boðar vor­kom­una sem gef­ur öðrum von. Þú lend­ir í sér­kenni­leg­um augna­blik­um og ein­hverju óvenju­legu, sér­stak­lega fyrstu tólf dag­ana í sept­em­ber. Þú fyll­ist þeim krafti að vera vak­andi, að sjá all­ar mögu­leg­ar út­kom­ur sem gætu aðstoðað þig og þína.

Þú þráir að hafa allt í full­komnu standi, en þannig virk­ar þetta líf ekki. Svo um leið og þú veist að þú þarft að taka myrkr­inu til að sjá ljósið og myrkr­inu til þess að sjá ljósið, þá læt­urðu í raun ekk­ert koma þér á óvart. Að sjálf­sögðu er alltaf best að vera full­kom­lega heiðarleg­ur, en þú þarft ekki endi­lega að segja lög­regl­unni frá því að þú fórst yfir á rauðu ljósi þegar þú þurft­ir þess.

Akkúrat á þeim tíma sem þú þarft að loka aug­un­um og þykj­ast jafn­vel ekk­ert vita, skipta þér ekki af öllu og þú þarft ekki að vera hrein­skil­inn um hvað þér finnst um mann­eskj­una nema hún biðji þig um álit. Núna er tím­inn þar sem þú þarft að vera svo­lítið út­smog­in og sniðug. Að afla þér upp­lýs­inga án þess að treysta öll­um og klára það sem þér finnst vera óklárað. Og að koma út úr lífi þínu fólki sem breyt­ist aldrei og að njóta augna­bliks­ins, það er vinna því það kem­ur ekki að sjálfu sér. Það er spenn­andi og skemmti­legt upp­haf í kring­um þann tí­unda sept­em­ber því þá er fullt tungl í Fisk­un­um.

Þetta gef­ur að þér verður svo mikið meira sama um álit annarra á því sem þú ert að gera og með því fær þessi sanni ein­stak­ling­ur sem þú ert að njóta sín. Því að þú hef­ur of lengi verið að bíða eft­ir rétta tím­an­um til þess að fram­kvæma þetta fyr­ir þig eða að gera það sem þig langaði. Það er­stund­um gott að ímynda sér að þetta sé síðasta vikam sem þér er út­hlutað í þessu lífi. Þú mynd­ir ekki breyta lífi þínu mikið held­ur sjá það að þú get­ur notið þess sem þú hef­ur miklu bet­ur. Þetta eru líka skila­boð til þín sem vilt hafa ást­ina, taktu áhættu á henni. Ef þú hef­ur lengi verið óham­ingju­sam­ur, skoðaðu þá hvort ekki sé betra að breyta til og skipta um lit.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda