Stjörnuspá Siggu Kling er lent

Sigga Kling spáir í október.
Sigga Kling spáir í október. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sig­ríður Klingenberg, Sigga Kling, skoðaði stjörn­urn­ar og seg­ir að hrút­ur­inn þurfi að vera skipu­lagðari í októ­ber. Á sama tíma fer and­leg orka fisks­ins upp á við. Hvernig verður októ­ber fyr­ir fólk í nauts­merk­inu? 

Hrút­ur: Lífið er að hrista þig til

Hrút­ur­inn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrút­ur­inn minn, Þetta er svo sann­ar­lega þinn tími að breyta lífi þínu, bæta það svo um mun­ar.

Fullt tungl í hrúts­merki er þann 17. októ­ber. Á þess­um tíma eru mikl­ir mögu­leik­ar á nýju sam­bandi í ást­inni og líka mik­il spenna, sú spenna gæti reynd­ar brotið ein­hver sam­bönd sem standa tæpt.

Þú þarft að vera al­veg á tán­um þenn­an mánuð og vera at­hug­ull varðandi allt í kring­um þig. Passa þarftu sér­stak­lega að gleyma ekki hvað þú átt að gera, þú þarft að verða skipu­lagðari en þú ert van­ur að vera. Þó marg­ir hrút­ar séu skipu­lagðir er tím­inn til að tvö­falda það.

Lesa meira

Naut: Ekki vera of fljót­fær

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það eru erfiðir tím­ar bún­ir að vera og ein­hvers kon­ar skerðing á and­legri eða lík­am­legri líðan þinni.  Svo þú þarft núna að hjálpa al­heimsork­unni að hjálpa þér og þarft að hafa þá hugs­un á hreinu að þú læt­ur ekk­ert stoppa þig og eng­an berja þig niður.

Þegar þetta er al­veg smogið inn í hjarta­rót­ina þína flýg­urðu í gegn­um það myrk­ur sem er í kring­um þig.  Myrkrið teng­ist ekki þér, þú ert með allt í góðu en þetta myrk­ur er að trufla. Hafðu mikið ljós heima hjá mér, nýttu þér mátt móður jarðar. Þegar maður labb­ar ber­fætt­ur út gef­ur móðir jörð þér raf­kleyf efni (e. electrolytes) og það er efni sem hreins­ar og end­ur­nýj­ar lík­amann þinn.

Lesa meira.


Tví­bur­ar: Þú ert und­ir regn­bog­an­um

Tví­bur­inn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tví­bur­inn minn, það er alltaf svo mikið í gangi hjá þér. Þú veður yfir polla og hleyp­ur fram hjá eldi og hraðinn er þá í fimmta gír, og þú ert jafn­vel enn í gíra þig upp.

Þetta haust verður mjög merki­legt, þú dett­ur í lukkupott­inn sam­bandi við eitt­hvert verk­efni eða vinnu, eða það mun koma í ljós að þú átt pen­inga inni ein­hvers staðar. Skoðaðu vel og vand­lega þessa hluti.

Skapið hjá þér er eins og veðurfarið á Íslandi því hjarta þitt slær í takt við sól­ina. Þess vegna ertu full­ur af orku og hug­mynd­um. Þú ert bú­inn að vera að hjálpa svo mörg­um, hvort sem þú ert meðvitaður um það eður ei og það laðast að þér ólík­leg­asta fólk af ólík­um toga og þú átt að taka því opn­um örm­um.

Lesa meira. 

Krabbi: Trú­in flyt­ur fjöll

Krabb­inn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabb­inn minn, þú ynd­is­lega líf­vera sem geisl­ar eins og ljósið henn­ar Yoko Ono sem staðsett er í Viðey.

Samt verður þú að vita að þú get­ur ekki gert öll­um til hæf­is, ert svo­lítið bú­inn að halda á mörg­um bökk­um full­um af ým­iss kon­ar fólki og annarra manna vanda­mál­um. Þetta ger­ir það að verk­um að þú tæm­ir þig ger­sam­lega og að sjá­ir ekki að þetta mikla ljós sem frá þér staf­ar – það lýs­ir fyr­ir þig!

Það er bara svo­leiðis að þú færð ekk­ert þakk­læti fyr­ir það sem þú ert að gefa af þér svo þakkaðu þér sjálf­um, í hvert skipti sem þú gef­ur eitt­hvað stækk­ar sál­in þín þannig gefðu skil­yrðis­laust af þér Það er ferðlag framund­an, eitt­hvað sem skipt­ir miklu máli.

Lesa meira. 

Ljón: Rödd­in er söng­ur sál­ar­inn­ar 

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ág­úst.

Elsku Ljónið mitt, lífið er búið að vera í erfiðum hrynj­anda und­an­farið. Það eru óvænt­ir hlut­ir sem hafa skot­ist upp á yf­ir­borðið og valdið kvíða eða hræðslu.

Gerðu þér samt grein fyr­ir að kvíðinn stöðvar þig ekki held­ur ger­ir þig sterk­ari og staldr­ar bara stutt við. Taktu sterk­ar ákv­arðanir og stattu við þær. Notaðu allt þitt afl til að hreyfa við þeim sem geta hjálpað þér út úr erfiðleik­un­um.

Það er aldrei skamm­ar­legt að detta, en að standa ekki upp fer þér eng­an veg­inn. Þér finn­ist að það sé ekki kraft­ur til en hann er svo sann­ar­lega til og er miklu miklu öfl­ugri en þú held­ur og þú veður í gegn­um fjöll þegar þess þarf. Þú ert sér­stak­lega kraft­mik­ill þegar þú færð enga aðstoð.

Lesa meira. 

Meyja: Ekki drepa tím­ann

Meyj­an er frá 23. ág­úst til 22. sept­em­ber.

Elsku Meyj­an mín, þú ert búin að vera svo skrambi dug­leg og með sterk­ar skoðanir samt sem áður á öllu.

Láttu þær ekki hindra þig í neinu, ekki slást við neinn, þá ert þetta skot­helt tíma­bil. Októ­ber gef­ur þér betri inn­sýn og yf­ir­sýn á allt. Þú átt að horfa í speg­il­inn og talaðu við sjálfa þig og ráðlegðu sjálfri þér hvað þú átt að gera því þú veist réttu svör­in og þarft ekki að leita neinna ráðandi hvað þau varðar.

Ef þú ert á vinnu­markaðnum er lagt á þig meira álag en hef­ur verið áður svo þú þarft að hafa skýr mörk. Þetta get­ur einnig tengst skóla­göngu og þú ætl­ir þér of mikið á stutt­um tíma. Gefðu þér tíma, því þú átt tím­ann, ekki drepa hann! Sterk­ur kraft­ur er í fjöl­skyld­unni þinni, sigr­ar eða verðlaun og gæti þetta jafn­vel átt við um þig og þú ert spennt að sjá hvað ger­ist.

Lesa meira. 

Vog: Allt geng­ur upp á síðustu metr­un­um

Vog­in er frá 23. sept­em­ber til 22. októ­ber.

Elsku Vog­in mín, þetta er svo rosa­lega lit­rík­ur og í raun fal­leg­ur mánuður sem þú ert að fara inn í.

Þetta er að sjálf­sögðu þinn tími, því þú átt af­mæli, sem er eins og ára­mót hjá þér því enda­lok fylgja upp­hafi. Ná­kvæm­lega eins og þegar ára­mót­in eru, þá hugs­ar maður aft­ur í tím­ann hvað gekk vel, svo hugs­ar maður um næsta ár, að breyta og bæta.

Nú er þinn tími, tími sjálfs­skoðunar og þú þarft ekki að taka stór skref en ein­hver verður þú hins veg­ar að taka til að bæta og breyta. Þú færð svo mikið flæði af góðri orku til að geta það. Það stopp­ar þig ekk­ert en taktu bara einn dag í einu því ann­ars kall­ar þú á stressið sem á ekk­ert heima hjá þér.

Lesa meira. 

Sporðdreki: Þú flýg­ur hátt

Sporðdrek­inn er frá 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber.

Elsku Sporðdrek­inn minn, það virðist vera sem þú sért að breyt­ast í fiðrildi því það eru svo sterk sér­kenni­leg og merki­leg tákn í kring­um þig.

Láttu þér fátt um finn­ast þó all­ir séu ekki endi­lega sam­mála þér og vilja að þú ger­ir eitt­hvað öðru­vísi en þú ert að gera. Þú ert á réttri braut og ert að breiða út væng­ina og þú munt fljúga hátt.

Eins og þú sért í keppni og þó það sé hindr­un­ar­hlaup kem­urðu sem sig­ur­veg­ari út úr því og færð bik­ar­inn, þreytt­ur og slapp­ur og mar­inn og ým­is­legt annað en það er bara það sem kall­ast lífið og það er alls kon­ar. Í eðlinu ertu svo ástríðufull­ur og get­ur stund­um verið svo­lítið óþekk­ur en það skreyt­ir bara lífið svo þú öðlast meiri trú á þér og það er það sem gild­ir.

Lesa meira. 

Bogmaður: Lífið leys­ir allt fyr­ir þig

Bogmaður­inn er frá 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber.

Elsku Bogmaður­inn minn, það vilja all­ir með þér vinna og vera með þér þegar allt geng­ur súper­vel.

Þú sérð það bet­ur þegar þig vant­ar aðstoð í raun hver­ir eru raun­veru­leg­ir vin­ir þínir. Þú átt góða vini sem munu sigla með þér al­veg sama hvað ger­ist. Þú sérð bæði og finn­ur að það eru bún­ar að eiga sér stað mikl­ar breyt­ing­ar á þér, þú lít­ur bet­ur út og allt ann­ar andi er yfir sjálf­inu eða sjálf­um þér.

Þú ger­ir svo margt öðru­vísi en áður en vana­lega. Þú tek­ur áhættu þó með því að bjóða breyt­ing­ar vel­komn­ar, aðlaga þig að hlut­um sem þú bjóst ekki við þú mynd­ir gera og þér er að bjóðast nýtt hlut­verk í bíó­mynd­inni „Lífið“. Og það fylg­ir þér ein­hver ein­hver ólýs­an­leg heppni, hef­ur alltaf verið og mun alltaf vera.

Lesa meira. 

Stein­geit: Til­vera þín snýst 180° 

Stein­geit­in er frá 22. des­em­ber til 19. janú­ar.

Elsku Stein­geit­in mín, einn dag­inn er allt 100% og lífið leik­ur við þig. Svo á ör­skammri stundu finnst þér þú vera að drukkna.

Það er sér­kenni­leg orka í him­in­geimn­um svo þú finn­ur ekki al­veg hvernig þú leys­ir öll mál. Gerðu bara eitt í einu, ljúktu við eitt mál í einu. Því lífið ger­ist á hár­rétt­um tíma og þú færð svo góðar frétt­ir sem breyta af­stöðu þinni þegar líða tek­ur á mánuðinn og um er að ræða sér­stak­lega góða og sterka dag­ar.

Fulla tunglið í hrútn­um gef­ur svo mik­inn of­urkraft og 17. októ­ber og 25. októ­ber finn­ur þú fyr­ir svo mikl­um létti og ósk­ir þínar ræt­ast hver af ann­arri. Þó þú sért jarðbund­in og sterk ertu gædd svo ríku innæi sem þú not­ar ekki eins oft og þú þyrft­ir að gera.

Lesa meira. 

Vatns­beri: Það þarf ekki allt að ger­ast strax

Vatns­ber­inn er frá 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar.

Elsku Vatns­ber­inn minn, það eru dynja á þér alls kon­ar leiðindi, slúður og jafn­vel er sann­leik­ur­inn ekki all­ur sagður annað hvort við þig eða kannski veistu ekki all­an sann­leik­ann, hvort sem það kem­ur frá þér eða öðrum.

Þú ert svo merki­leg­ur, mátt­ug­ur og mikið góðmenni en það er uppi ein­hvers kon­ar óvissa og þú veist ekki al­veg hvernig þú átt að spila úr spil­un­um þínum. Skoðaðu vini þína, þá sem þú get­ur sann­ar­lega treyst, og virkjaðu tengslanetið þitt bet­ur.

Það eru gaml­ir vin­ir úr fortíðinni sem koma einn af öðrum, óvart eða þú hef­ur sam­band og sjáðu að lífið er ekki nein til­vilj­un. Ef þú ert ekki í þjót­andi orku eins og venju­lega þarftu að graf­ast fyr­ir um ástæðu. Finna út sjálf­ur hvað gef­ur þér drif­kraft og virkja hann.

Lesa meira. 

Fisk­ar: Þú ert með fjar­stýr­ing­una

Fisk­ur­inn er frá 19. fe­brú­ar til 20. mars.

Elsku Fisk­ur­inn minn, þú ert að fara inn í svo góða tíma, það blasa við þér opn­ar dyr, á hrein­lega hverju sem þú vilt gera.

Þú verður af ein­lægni og krafti að vilja það og þá klár­ast það verk og þú kem­ur þér þangað. Þín and­lega orka fer hækk­andi og þér er send orka, bæði í draum og vöku. Þá færðu svo sterkt á til­finn­ing­una hvað þú eig­ir að gera og það er eins og þú hald­ir á fjar­stýr­ing­unni að líf­inu þínu.

Þú skipt­ir að ein­hverju leyti um áhuga­mál og gæti reynd­ar verið búið að ger­ast en þró­ast svo sterkt núna. Það er líka svo ynd­is­legt að sjá að þú hætt­ir að skipta þér af öllu og því sem kem­ur þér ekk­ert við. Lífið held­ur fram án þess þú stýr­ir því hjá þeim sem eru í kring­um þig!

Lesa meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda