Meyjan: Ný uppfærsla af þér er handan við hornið

Elsku Meyjan mín,

það er svo merkilegt að vera fæddur á þessum tíma sem tengir sumarið við haustið og nýtt tímabil er að hefjast hjá flestum. Þú setur lífið í annan gír, þú raðar upp hlutunum og því sem þú þarft að gera af þvílíkri samviskusemi, en það er reyndar einkenni þitt. Þú setur allt drama og leiðindi sem hafa verið að flækjast fyrir þér beint í ruslið. Þú hættir að hugsa um það liðna og það er svo mikill kraftur í því að skapa nýjar venjur.

Þú ræður ekki yfir veðrinu og þú ræður ekki yfir öðru fólki. Það eina sem þú ræður yfir eru hugsanir þínar og þar munt þú aldeilis gera hreingerningu. Ef þér finnst að þú ráðir ekki við litlu hlutina sem valda þér pirringi, þá skaltu athuga svefninn og finna þér leið til þess að bæta hann.  Einnig að hreinsa magastarfsemina og þarmana, því það stóra líffæri er beintengt yfir í heilann. Þetta fylgir líka því að þú sért að breyta venjum og þú setur þér áskoranir og upplifir heiminn aðeins öðruvísi. Þér mun finnast að þú fyllist stolti yfir því sem þú getur og þó það séu veraldlegar áhyggjur, þá reddast það á síðustu stundu, og já ég meina á síðustu stundu.

Það er hlýja og bjartsýni yfir öllu sem tengist ástinni og blíða og einlægni eru þar bestu sverðin. Það stenst þig enginn þegar þú leggur þig fram, en ef þú gerir ekki neitt þá færir lífið þér ekki þær gjafir sem þú átt skilið næstu tvo mánuði.

Þetta ár hefur liðið svo hratt og svo margt hefur komið þér virkilega á óvart. Núna geturðu hugsað að þetta sé nokkurskonar tölvuleikur og þú ert kominn eins og þeir segja í tölvuleikjunun á „annað level“ eða á annað plan. 

Þegar þú skynjar þessa orku þá fer lífið ennþá hraðar en það er búið að gera. Mundu að allir hafa sérstaka vernd í kringum sig og þú átt ekki að stjórna því sem aðrir gera. Því þá geturðu breytt þeirra örlögum eða seinkað þeirri vegferð sem þeir eru á. Þitt hjarta er að stækka og þú munt finna hamingjutilfinninguna inn í merg og bein.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda