Sunddrottning giftir sig

Ragnheiður Ragnarsdóttir og Atli Bjarnason giftu sig í gær í …
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Atli Bjarnason giftu sig í gær í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, afrekskona í sundi, gekk að eiga unnusta sinn, Atla Bjarnason, í gær í Dómkirkjunni. Séra Hjálmar Jónsson gaf Ragnheiði og Atla saman en á eftir var veisla á heimili foreldra hennar. „Síðan var partí fram hjá rauða nótt hjá foreldrum Atla,“ segir Ragnheiður sem er alsæl með ráðahaginn.

Ragnheiður geislaði á brúðkaupsdaginn og skartaði hún fallegum hvítum brúðarkjól sem hún pantaði á netinu.

„Dagurinn var yndislegur og við erum ótrúlega ánægð og þakklát. Fjölskyldan og vinirnir gerðu daginn ógleymanlegan.“


Þegar hún er spurð að því hvernig hjónabandið leggist í hana segist hún vera spennt fyrir framhaldinu. „Ég hlakka til framhaldsins - að vera gift frú,“ segir hún og brosir hringinn.

Ragnheiður Ragnarsdóttir geislaði á brúðkaupsdaginn.
Ragnheiður Ragnarsdóttir geislaði á brúðkaupsdaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda