Eyþór fann ástina á Tinder

Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.
Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.

Eyþór Árni Úlfarsson, keppandi í Biggest Loser Ísland, trúlofaði sig um jólin en sú heppna heitir Svava Rut Jónsdóttir. Eyþór Árni hefur nokkra sérstöðu sem Biggest Loser-keppandi því hann tók þátt í fyrstu seríunni sem sýnd var í fyrra og verður einn af keppendunum í ár en fyrsti þátturinn fer í loftið á SkjáEinum 22. janúar. 

Þegar Eyþór er spurður hvar hann hnaut um ástina segist hann einfaldlega hafa notað snjallsímaappið Tinder. Það virkar þannig að ef tvær manneskjur „læka“ hvor aðra þá smella þær þannig saman að þær geta farið að spjalla.

Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? „Við byrjuðum saman 8. ágúst þannig að rétt rúmlega fimm mánuði núna.“

Hvað var það í fari hennar sem heillaði þig? „Allt eiginlega. Bara alveg frá því að við byrjuðum að tala saman hefur okkur báðum fundist eins og við hefðum þekkst heillengi og einhvern veginn erum á nánast sömu bylgjulengd með flest.“

Um jólin trúlofaði parið sig.

„Við höfðum alveg rætt um giftingar, ekki endilega okkar heldur bara svona hvað okkur fyndist um þær og slíkt. Og við vorum búin að ræða það að við mundum kannski vera til í hjónaband svona í framtíðinni. Síðan bara eitt kvöld þá spyr Svava mig hvort ég vilji giftast sér, það átti að vera held ég meira í gríni en alvöru en ég sagði strax já og hélt því fram að þetta hefði verið alvöruspurning og alvörusvar. Síðan kannski viku seinna, svona til að hafa þetta alveg formlegt, þá bað ég hennar.

Fórstu á skeljarnar? „Nei, ég er nú ekki mjög mikið fyrir slíkar hefðir, ég var búinn að velta þessu fyrir mér og vildi nú að þetta væri svona formlegt, að ég væri búinn að biðja hennar og alls ekkert grín í gangi þannig að við sátum eitthvað inni í stofu að spjalla og ég sneri mér alveg að henni, tók um höndina á henni og bað hana að giftast mér. Hún sagði umsvifalaust já.“

Er búið að ákveða brúðkaupsdaginn? „Nei í raun ekki, við höfum verið að leika okkur með nokkrar dagsetningar. Vorum að pæla í 20. des. því það er afmælisdagur Svövu og brúðkaupsdagur foreldra minna. En í raun er ekkert greypt í stein ennþá.“

Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst …
Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst Loser Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda