Eyþór fann ástina á Tinder

Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.
Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.

Eyþór Árni Úlfars­son, kepp­andi í Big­gest Loser Ísland, trú­lofaði sig um jól­in en sú heppna heit­ir Svava Rut Jóns­dótt­ir. Eyþór Árni hef­ur nokkra sér­stöðu sem Big­gest Loser-kepp­andi því hann tók þátt í fyrstu serí­unni sem sýnd var í fyrra og verður einn af kepp­end­un­um í ár en fyrsti þátt­ur­inn fer í loftið á Skjá­Ein­um 22. janú­ar. 

Þegar Eyþór er spurður hvar hann hnaut um ást­ina seg­ist hann ein­fald­lega hafa notað snjallsíma­appið Tind­er. Það virk­ar þannig að ef tvær mann­eskj­ur „læka“ hvor aðra þá smella þær þannig sam­an að þær geta farið að spjalla.

Hvað eruð þið búin að vera lengi sam­an? „Við byrjuðum sam­an 8. ág­úst þannig að rétt rúm­lega fimm mánuði núna.“

Hvað var það í fari henn­ar sem heillaði þig? „Allt eig­in­lega. Bara al­veg frá því að við byrjuðum að tala sam­an hef­ur okk­ur báðum fund­ist eins og við hefðum þekkst heil­lengi og ein­hvern veg­inn erum á nán­ast sömu bylgju­lengd með flest.“

Um jól­in trú­lofaði parið sig.

„Við höfðum al­veg rætt um gift­ing­ar, ekki endi­lega okk­ar held­ur bara svona hvað okk­ur fynd­ist um þær og slíkt. Og við vor­um búin að ræða það að við mund­um kannski vera til í hjóna­band svona í framtíðinni. Síðan bara eitt kvöld þá spyr Svava mig hvort ég vilji gift­ast sér, það átti að vera held ég meira í gríni en al­vöru en ég sagði strax já og hélt því fram að þetta hefði verið al­vöru­spurn­ing og al­vöru­svar. Síðan kannski viku seinna, svona til að hafa þetta al­veg form­legt, þá bað ég henn­ar.

Fórstu á skelj­arn­ar? „Nei, ég er nú ekki mjög mikið fyr­ir slík­ar hefðir, ég var bú­inn að velta þessu fyr­ir mér og vildi nú að þetta væri svona form­legt, að ég væri bú­inn að biðja henn­ar og alls ekk­ert grín í gangi þannig að við sát­um eitt­hvað inni í stofu að spjalla og ég sneri mér al­veg að henni, tók um hönd­ina á henni og bað hana að gift­ast mér. Hún sagði um­svifa­laust já.“

Er búið að ákveða brúðkaups­dag­inn? „Nei í raun ekki, við höf­um verið að leika okk­ur með nokkr­ar dag­setn­ing­ar. Vor­um að pæla í 20. des. því það er af­mæl­is­dag­ur Svövu og brúðkaups­dag­ur for­eldra minna. En í raun er ekk­ert greypt í stein ennþá.“

Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst …
Eyþór Árni Úlfars­son er mætt­ur aft­ur til leiks í Biggst Loser Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda