Eyþór á von á barni

Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.
Svava Rut Jónsdóttir og Eyþór Árni Úlfarsson.

Eyþór Árni Úlfarsson sem varð frægur þegar hann tók þátt í Biggest Loser Ísland í fyrra á von á barni með unnustu sinni, Svövu Rut Jónsdóttur. Þetta kemur fram á DV.is. Samkvæmt heimildum DV er barnið væntanlegt í heiminn í byrjun október er Svava er komin rúmlega 12 vikur á leið. Barnið er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Svava þrjú börn. 

Eyþór hafði algera sérstöðu þegar hann byrjaði í Biggest Loser Ísland en hann var þyngsti keppandinn eða 249 kg. Hann mætti svo aftur til leiks í seríu tvö á SkjáEinum en datt strax út eða í fyrsta þættinum. 

Eyþór og Svava kynntust á Tinder og sagði hann í viðtali við Smartland Mörtu Maríu í haust að hann hafi ekki alveg verið með fókusinn í lagi vegna ástarinnar og því ekki verið með hugann allann við Biggest Loser þegar hann mætti í annað sinn. 

Eyþór datt út úr Biggest Loser

Eyþór fann ástina á Tinder

Eyþór aftur í Biggest Loser

Eyþór Árni Úlfarsson, Inga Lind Karlsdóttir og Jónas Pálmar Björnsson …
Eyþór Árni Úlfarsson, Inga Lind Karlsdóttir og Jónas Pálmar Björnsson á lokakvöldi Biggest Loser í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda