Eyþór Árni Úlfarsson, sem varð frægur á einni nóttu þegar hann keppti í Biggest Loser Ísland, fann ástina fyrir rúmu ári, gifti sig í sumar og í morgun kom stúlkubarnið í heiminn.
Barnið kom í heiminn kl. 08.27 í morgun og vó 3 kg og 976 grömm.
Foreldrarnir Eyþór Árni og Svava Rut Jónsdóttir gengu í hjónaband í sumar en þá voru þau búin að þekkjast í tæpt ár.
Smartland Mörtu Maríu óskar hjónunum til hamingju með ávöxt ástarinnar.