Saman við áhorfendasvæðið í Nice

Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í …
Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í Nice í dag. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands, er mættur til Nice í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hjónin hittu Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit eiginkonu hans á Massena-torgi við áhorfendasvæðið í Nice. 

Í kvöld spilar íslenska landsliðið í knattspyrnu á móti Englandi og er mikil eftirvænting eftir leiknum. 

Þeir félagar og frúr þeirra voru þó ekki saman heldur hittust, tóku tal saman og héldu svo í sitthvora áttina. 

Það vakti athygli að Guðni og Eliza voru komin í landsliðstreyju en Ólafur Ragnar lét nægja að vera með bindi í fánalitunum. Hann var í tvíhnepptum dökkbláum jakkafötum og blárri skyrtu og með Lindberg-gleraugun á nebbanum. Dorrit fór sína leið og skartaði kringlóttum speglagleraugum við hvítan blúndutopp. 

Ljósmynd/Vignir Már Lýðsson
Ljósmynd/Leifur Þorbergsson
Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice.
Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice. mbl.is/Golli
Eliza, Dorrit og Guðni Th. voru hress og kát.
Eliza, Dorrit og Guðni Th. voru hress og kát. mbl.is/Golli
Dorrit og Eliza ræða saman á aðdáendasvæðinu í Nice.
Dorrit og Eliza ræða saman á aðdáendasvæðinu í Nice. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál