„Þarf mikið til að sjokkera mig“

Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis …
Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis eftir viðburðarríkt og farsælt ár.

Íris Björk Tanya Jóns­dótt­ir fer ekki fram­hjá nein­um enda með ein­dæm­um kröft­ug og heill­andi kona. Íris Björk er kon­an á bak við Vera design skart­gripalín­una sem hef­ur fengið verðskuldaða at­hygli und­an­farið. Lín­an fer ört stækk­andi ásamt því að sölu­stöðunum fjölg­ar hratt.

Við spurðum þessa dug­legu konu spjör­un­um úr um árið sem nú er að líða und­ir lok.  

Hápunkt­ur árs­ins?

„Að kom­ast upp á topp á fjalli þar sem ég er mjög loft­hrædd mann­eskja.“

Hvaða mann­eskja hafði mestu áhrif­in á þig á ár­inu?

„Það er mann­eskj­an sem ýtti mér út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og í kjöl­farið fór allt upp­ávið en ég hef nafnið fyr­ir mig.“

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?

„Mér finnst svo afar fátt skrítið orðið í þessu lífið og því þarf mjög mikið til að sjokk­era mig svo ég segi  bara pass.“

Þessi fallegi hringur með æðruleysisbæninni er úr línunni sem Íris …
Þessi fal­legi hring­ur með æðru­leys­is­bæn­inni er úr lín­unni sem Íris hann­ar.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?

„Ég verð að segja kampa­vín eins og svo oft áður.“

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?

„Mest eldaði rétt­ur­inn á mínu heim­ili er allt sem inni­held­ur truffl­ur. Sterk rót­argræn­met­is­súpa kem­ur þar næst á eft­ir, stút­full af chilli og engi­fer.“

Upp­á­halds lagið þitt á ár­inu?

„Love on the brain með söng­kon­unni Ri­hönna.“

Upp­á­haldsvefsíðan þín?

„Pin­tersest all­an dag­inn - enda stút­full af frá­bær­um hug­mynd­um.“

Besta bók sem þú last á ár­inu?

„Ég á enn eft­ir að lesa hana, en ég ætla að veðja á að það verði bók­in Tví­saga. Já þetta er hug­mynd af jóla­gjöf til mín.“

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?

„Þegar ég fékk þær frétt­ir að dótt­ir mín gengi með barn.“

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?

„Það er án efa það að standa mig 110% vel í vinn­unni og að sinna heim­il­inu mínu og tveim­ur 12 ára dætr­um mín­um ein. Það er jafn­framt besta verk­efni lífs­ins.“

Þakk­læti árs­ins?

„Ég er full þakk­læt­is fyr­ir börn mín, vini, fjöl­skyldu, góða heilsu og vöxt fyr­ir­tæki míns. Ást á lín­una.“

Infinity hálsmenið vinsæla frá Vera design í rósagulli.
In­finity háls­menið vin­sæla frá Vera design í rósagulli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda