„Þarf mikið til að sjokkera mig“

Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis …
Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis eftir viðburðarríkt og farsælt ár.

Íris Björk Tanya Jóns­dótt­ir fer ekki fram­hjá nein­um enda með ein­dæm­um kröft­ug og heill­andi kona. Íris Björk er kon­an á bak við Vera design skart­gripalín­una sem hef­ur fengið verðskuldaða at­hygli und­an­farið. Lín­an fer ört stækk­andi ásamt því að sölu­stöðunum fjölg­ar hratt.

Við spurðum þessa dug­legu konu spjör­un­um úr um árið sem nú er að líða und­ir lok.  

Hápunkt­ur árs­ins?

„Að kom­ast upp á topp á fjalli þar sem ég er mjög loft­hrædd mann­eskja.“

Hvaða mann­eskja hafði mestu áhrif­in á þig á ár­inu?

„Það er mann­eskj­an sem ýtti mér út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og í kjöl­farið fór allt upp­ávið en ég hef nafnið fyr­ir mig.“

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?

„Mér finnst svo afar fátt skrítið orðið í þessu lífið og því þarf mjög mikið til að sjokk­era mig svo ég segi  bara pass.“

Þessi fallegi hringur með æðruleysisbæninni er úr línunni sem Íris …
Þessi fal­legi hring­ur með æðru­leys­is­bæn­inni er úr lín­unni sem Íris hann­ar.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?

„Ég verð að segja kampa­vín eins og svo oft áður.“

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?

„Mest eldaði rétt­ur­inn á mínu heim­ili er allt sem inni­held­ur truffl­ur. Sterk rót­argræn­met­is­súpa kem­ur þar næst á eft­ir, stút­full af chilli og engi­fer.“

Upp­á­halds lagið þitt á ár­inu?

„Love on the brain með söng­kon­unni Ri­hönna.“

Upp­á­haldsvefsíðan þín?

„Pin­tersest all­an dag­inn - enda stút­full af frá­bær­um hug­mynd­um.“

Besta bók sem þú last á ár­inu?

„Ég á enn eft­ir að lesa hana, en ég ætla að veðja á að það verði bók­in Tví­saga. Já þetta er hug­mynd af jóla­gjöf til mín.“

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?

„Þegar ég fékk þær frétt­ir að dótt­ir mín gengi með barn.“

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?

„Það er án efa það að standa mig 110% vel í vinn­unni og að sinna heim­il­inu mínu og tveim­ur 12 ára dætr­um mín­um ein. Það er jafn­framt besta verk­efni lífs­ins.“

Þakk­læti árs­ins?

„Ég er full þakk­læt­is fyr­ir börn mín, vini, fjöl­skyldu, góða heilsu og vöxt fyr­ir­tæki míns. Ást á lín­una.“

Infinity hálsmenið vinsæla frá Vera design í rósagulli.
In­finity háls­menið vin­sæla frá Vera design í rósagulli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda