„Voða spennt og stolt af Hannesi“

Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.
Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.

Halla Jóns­dótt­ir er 32 ára tveggja barna móðir með Bs gráðu í sál­fræði. Hún er gift Hann­esi Þór Hall­dórs­syni mark­manni ís­lenska landsliðsins og eru þau bú­sett í Dan­mörku. Halla er orðin mjög spennt fyr­ir HM og ætl­ar ekki að láta sig vanta til Rúss­lands. 

Hvernig leggst HM i þig? 

„HM leggst mjög vel í mig, ég er bara mjög spennt og ánægð að það sé loks­ins komið að þessu. Við erum búin að stefna að og bíða eft­ir þessu lengi á okk­ar heim­ili. Ég held að þeim eigi bara eft­ir að ganga vel þeir hafa al­veg sýnt það und­an­farið að þeir eiga heima þarna og geta náð ótrú­leg­um úr­slit­um.“

Ferðu með til Rúss­lands?

„Já, ég ætla að fara með til Rúss­lands og fara alla­vega á leik­ina þrjá í riðlin­um. Snæ­dís vin­kona mín kem­ur með mér út og svo fer tengdapabbi líka á fyrsta leik­inn. Svo er ég svo hepp­inn að börn­in okk­ar eiga svo frá­bær­ar ömm­ur og afa að þau ætla að hugsa um þau heima á Íslandi meðan ég fer.“

Hvaða áhrif hef­ur HM á fjöl­skyldu­lífið?

„Þetta hef­ur auðvitað mik­il áhrif á fjöl­skyldu­lífið þegar Hann­es er í burtu svona lengi og það mæðir auðvitað aðeins meira á mér á meðan varðandi krakk­ana. En við erum orðin nokkuð sjóuð þegar kem­ur að ferðalög­um og aðskilnaði í ein­hvern tíma og rúll­um því bara upp. Ég  fæ líka mikla hjálp frá fjöl­skyld­unni þegar við erum á Íslandi. Svo erum við auðvita líka bara voða spennt og stolt af Hann­esi.“

Nærðu að halda ró þinni á leikj­um?

„Svona já og nei. Það hef­ur verið þannig á síðustu leikj­um og reynd­ar á EM líka að ég er með báða krakk­ana með mér og hef ekki haft tíma til að stressa mig en þegar öll at­hygl­in er á leikn­um. Ég tala nú ekki um svona stóra leiki þá verð ég mjög stressuð og það get­ur verið erfitt að tala við mig.“

Hvernig leggst sum­arið í þig?

„Sum­arið leggst bara rosa vel í mig þetta verður mikið flakk út um allt á okk­ur sem verður rosa gam­an. Svo verður æðis­legt að koma heim og hitta fjöl­skyld­una og vini í ís­lensku sumri sem verður von­andi komið.“

Hjónin Hannes Þór og Halla gengu í hjónaband í desember. …
Hjón­in Hann­es Þór og Halla gengu í hjóna­band í des­em­ber. Hér eru þau með börn­in sín tvö.
Hjónin eru búsett í Danmörku.
Hjón­in eru bú­sett í Dan­mörku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda