Hvernig á að halda gott HM-partí

Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis.
Þessir meistarar halda með Íslandi. Svona treflar eru fáanlegir hérlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu hófst á fimmtu­dag­inn og Ísland spil­ar sinn fyrsta leik á laug­ar­dag­inn. Það eru því miður marg­ir sem kom­ast ekki til Rúss­lands að styðja strák­ana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokk­ur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strák­ana hér heima við.


Góðar veit­ing­ar

Góðar veit­ing­ar gera gæfumun­inn þegar horft er á íþrótt­ir. Banda­ríkja­menn eru sér­stak­ir snill­ing­ar í því en þeir geta þó ekki státað af því að spila á HM í ár. Pítsa, kjúk­linga­væng­ir, snakk, ídýfa og nammi eru til­vald­ar veit­ing­ar í HM-par­tíið. Markaðsdeild­ir flestra mat­væla­fram­leiðenda hér á landi hafa klætt vör­ur sín­ar í fána­lit­ina og því ætti að vera nóg úr­val af HM-nasli í búðum.

Svo get­urðu gengið skref­inu lengra og sett rauðan og blá­an mat­ar­lit út í mat­inn til að búa til meiri stemn­ingu og svo bæt­irðu rjóma við til að fá hvíta lit­inn al­veg tær­an. Blá­ar pönnu­kök­ur með jarðarberja­sultu og rjóma er nokkuð sem hægt er að vinna með. 

Það er sniðugt að nota bláber og jarðarber til að …
Það er sniðugt að nota blá­ber og jarðarber til að skreyta í fána­lit­un­um. mbl.is/​Pex­els

Góður fé­lags­skap­ur

Það er mik­il­vægt að bjóða rétta fólk­inu í heim­sókn til að horfa á leik­inn. Skilj­an­lega eru sum­ir svekkt­ir að kom­ast ekki til Rúss­lands en það má þó ekki gleyma sér í svekk­els­inu og láta það smita út frá sér. Ekki bjóða ein­hverj­um sem dreg­ur niður stemn­ing­una með því að minna þig stöðugt á að þú sért ekki í Rússlandi.


Skreyt­ing­ar

Það eru ekki aðeins mat­væla­fram­leiðend­ur sem hafa sett fána­lit­ina á all­ar vör­ur sín­ar. Í flest­um mat­vöru­versl­un­um má finna skreyt­ing­ar með ís­lenska fán­an­um eða mynd­um af strák­un­um okk­ar. Ver­um þjóðleg og skreyt­um heim­ilið í fána­lit­un­um fyr­ir HM-par­tíið. Mundu að meira er betra og alls ekki spara skrautið. 

Farðu niður í bæ

Leik­ir Íslands verða sýnd­ir víðsveg­ar um bæ­inn, á Ing­ólf­s­torgi, í Hljóm­skálag­arðinum, á túni við Vest­ur­bæj­ar­laug, á mat­ar­markaðnum Box í Skeif­unni, á Garðatúni, Rút­stúni, Hjarta­garðinum og Thorsplani. Ef þú sérð ekki fram á að geta haldið gott partí heima mæl­um við með því að þú mæt­ir á ein­hvern þess­ara staða til að horfa á leik­inn og upp­lif­ir stemn­ing­una þar.

Það er líka skemmtilegt að taka víkingaklappið heima í stofu.
Það er líka skemmti­legt að taka vík­ingaklappið heima í stofu. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda