„Sárt að deilur um peninga valdi vinslitum“

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir, eig­in­kona Björns Inga Hrafns­son­ar, seg­ir að Aron Ein­ar Gunn­ars­son og Krist­björg Jón­as­dótt­ir hafi fengið upp­lýs­ing­ar um hvert pen­ing­ar þeirra fóru og það valdi henni mikl­um sær­ind­um að málið hafi ratað í ný­út­komna bók Arons Ein­ars, Aron - Sag­an mín, sem gef­in er út af Fullu tungli, út­gáfu Björns Braga Arn­ars­son­ar.

Smart­land greindi frá því í morg­un að vinslit hafi orðið milli Arons Ein­ars og Krist­bjarg­ar ann­ars veg­ar og Björns Inga Hrafns­son­ar og Kolfinnu Von­ar hins veg­ar vegna gjaldþrots JÖR sem þau fyrr­nefndu lögðu pen­inga í.

„Lífið er mik­ill skóli. Sumt tekst vel og annað illa og það er okk­ar að vinna út úr því í fram­hald­inu með sem best­um og sann­gjörn­ust­um hætti. Ég les að Aron Ein­ar Gunn­ars­son segi í nýrri bók að fjár­fest­ing hans í fé­lagi sem ég stýri hafi leitt til vinslita. Það finnst mér mjög miður að sjá og eins hvernig hann kýs að segja frá mál­inu. Staðreynd­in er sú að Aron Ein­ar fjár­festi fyr­ir fimmtán millj­ón­ir í einka­hluta­fé­lagi sem við vor­um að byggja upp. Tíu millj­ón­ir af því fóru til JÖR og fimm millj­ón­ir vegna kaupa á tísku­hátíðinni RFF. Því miður gekk rekst­ur JÖR ekki upp og fé­lagið fór í þrot og þar með töpuðum við mikl­um fjár­mun­um. Bæði fé­lagið okk­ar og við per­sónu­lega sem höfðum lagt fjár­muni í það,“ seg­ir Kolfinna Von á Face­book-síðu sinni.

Kolfinna Von seg­ir að hún og Björn Ingi hafi reynt að koma til móts við þau.

„Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vina­hjón mín Aron Ein­ar og Krist­björgu eig­in­konu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa.

Það er göm­ul saga og ný að deil­ur um pen­inga geta farið illa með vináttu­sam­bönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi feng­ist svör um það í hvað pen­ing­arn­ir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verk­efni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrif­leg gögn um það. Hins veg­ar hef­ur komið mér illi­lega á óvart sú harka sem kom upp í mál­inu og það sær­ir mig mjög. Ég er ung kona og það er erfitt að verj­ast í slíku máli þar sem eru mikl­ar til­finn­ing­ar,“ seg­ir hún jafn­framt.

Kolfinna Von seg­ir að hún sé miður sín yfir því að hafa misst bestu vin­konu sína.

„Um er að ræða eina af mínu bestu vin­kon­um og eig­in­mann henn­ar og það er sárt að deil­ur um pen­inga valdi vinslit­um. Það er eig­in­lega þyngra en tár­um taki. En sumt í líf­inu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mis­tök­um sem eru gerð,“ seg­ir Kolfinna Von. 


 

Kolfinna Von Arnardóttir.
Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda