Vinslit milli þeirra Arons og Björns Inga

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson á brúðkaupsdaginn sinn.
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Ein­ar Gunn­ars­son og Krist­björg Jón­as­dótt­ir lentu illa í ís­lensk­um fjár­festi sem teng­ist fyr­ir­tæk­inu JÖR.

Í bók­inni Aron - Sag­an mín, sem kom út í vik­unni hjá út­gáf­unni Fullt tungl, kem­ur fram að vinslit hafi orðið milli Arons Ein­ars og Krist­bjarg­ar ann­ars veg­ar og Björns Inga Hrafns­son­ar og Kolfinnu Von­ar Arn­ar­dótt­ur hins veg­ar.

Urðu vinslit­in vegna viðskipta sem fóru í vaskinn en í bók­inni seg­ir Aron Ein­ar frá því að þau hafi lagt pen­inga inn í fyr­ir­tækið. Málið hafi endað með vinslit­um og mála­ferl­um. 

Í bók­inni seg­ir: 

„Ég átti þó eft­ir að brenna mig aft­ur. Árið 216 stakk besta vin­kona Krist­bjarg­ar upp á því að við fær­um í viðskipti með henni og eig­in­manni henn­ar, sem er virk­ur fjár­fest­ir á Íslandi. Við treyst­um þeim og ákváðum því að kaupa hlut í fé­lagi þeirra und­ir þeim for­merkj­um að til stæði að fjár­festa í ís­lensku fata­vörumerk­inu JÖR. Að lok­um sigldi það í strand, ekk­ert varð af fjár­fest­ing­unni, svo við sömd­um um að fé­lagið myndi ein­fal­lega kaupa hlut­inn aft­ur af okk­ur. Þrátt fyr­ir það höfðum við Krist­björg hvorki fengið greitt til baka sam­kvæmt samn­ingn­um né fengið að sjá papp­íra til út­skýr­ing­ar á hvað varð um pen­ing­ana. Þau hafa aldrei getað út­skýrt það. Sam­starfið endaði í raun eins illa og það hefði getað, ekki bara með ár­ang­urs­lít­illi inn­heimtu og mála­ferl­um held­ur einnig með vinslit­um. Þetta var og er leiðinda­mál sem sýn­ir manni hvað er raun­veru­lega lagt að veði þegar vin­ir fara sam­an út í viðskipti,“ seg­ir Aron Ein­ar í síðu 58 í bók sinni. 

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson.
Krist­björg Jón­as­dótt­ir og Aron Ein­ar Gunn­ars­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda