Kári myndaði Ali Tate Cutler á Íslandi

Ali Tate Cutler var mynduð á dögunum á Íslandi.
Ali Tate Cutler var mynduð á dögunum á Íslandi. Ljósmynd/Kári Sverriss

Kári Sver­iss ljós­mynd­ari fékk það verk­efni að mynda of­ur­fyr­ir­sæt­una Ali Tate Cutler fyr­ir ís­lenska tísku­merkið MTK. Hún er þekkt í tísku­heim­in­um og var til dæm­is fyrsta fyr­ir­sæt­an sem nærfata­merkið Victoria's Secret réð til starfa í yf­ir­stærð (ef fólk flokk­ar stærð 14 sem yf­ir­stærð).

Natalie Hamzehpour farðaði Ali Tate Cutler fyrir myndatökuna en Hildur …
Na­talie Hamzehpour farðaði Ali Tate Cutler fyr­ir mynda­tök­una en Hild­ur Sum­arliðadótt­ir sá um hárið. Ljós­mynd/​Kári Sverriss

Cutler dvaldi á Íslandi í fjóra daga og fór Kári með henni í Friðheima, í Bláa Lónið og á Gull­foss og Geysi svo eitt­hvað sé nefnt ásamt Theo­dóru Elísa­betu Smára­dótt­ur eig­anda MTK. Kári hef­ur unnið tölu­vert fyr­ir er­lend tísku­tíma­rit og var því al­ger­lega á heima­velli þegar hann myndaði Cutler. 

„Ali Tate Cutler er fyr­ir­sæta í of­ur­stærð en hún var fyrsta fyr­ir­sæt­an í tísku­heim­in­um sem ráðin var til Victoria's Secret. Cutler hef­ur unnið sem fyr­ir­sæta í nokk­ur ár og hef­ur unnið með mörg­um flott­um vörumerkj­um og gengið tískupall­ana fyr­ir stór fata­merki. Hún er með yfir 165 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram og er einnig áhrifa­vald­ur. Ástæðan fyr­ir því að Cutler varð fyr­ir val­inu er að hún stend­ur fyr­ir svo mikið af flott­um hlut­um. Hún er í yf­ir­stærð en er upp­tek­in af já­kvæðri lík­ams­ímynd. Hún held­ur fyr­ir­lestra úti um all­an heim um hlýn­un jarðar og okk­ur fannst hún passa við ímynd MTK. Hún er ekki bara fal­leg að inn­an held­ur að utan líka og er erfitt að taka lé­leg­ar mynd­ir af henni. Okk­ur fannst hún hafa þenn­an eig­in­leika að geta náð til allra. Það var auðvelt að vinna með henni, hún þekk­ir sjálfa sig vel og er ör­ugg og fag­leg á setti sem gerði okk­ar vinnu skemmti­legri og auðveld­ari,“ seg­ir Kári þegar ég spyr hann um Cutler. 

Kári hef­ur myndað fyr­ir MTK síðan 2012 en fata­merkið hef­ur vaxið hratt síðustu ár. Lín­an er hönnuð af Theo­dóru Elísa­betu Smára­dótt­ur og er mark­mið henn­ar að draga fram það besta þegar kem­ur að lík­ama kon­unn­ar. 

„MTK „shapewe­ar“-lín­an sam­an­stend­ur af legg­ings­bux­um, íþrótta­bux­um, galla­bux­um og sam­fest­ing­um. Öll lín­an hef­ur þá sér­stöðu að henn­ar meg­in­mark­mið er að láta kon­um líða vel og móta fal­leg­ar lín­ur þeirra. Lín­an er hugsuð fyr­ir kon­ur sem vilja vera í flott­um fatnaði sem pass­ar við allt og í leiðinni móta fal­leg­ar lín­ur sem kon­ur geta verið stolt­ar af. Þegar Theo­dóra kom til mín með þessa hug­mynd um að markaðssetja lín­una er­lend­is og fá fræga fyr­ir­sætu til lands­ins til að vera and­lit lín­unn­ar þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um og sló til og svo hófst und­ir­bún­ing­ur­inn að velja rétta and­litið og flotta fyr­ir­sætu sem hef­ur allt sem merkið stend­ur fyr­ir og meira til,“ seg­ir Kári og bæt­ir við: 

„Theo­dóra vildi að fyr­ir­sæt­an fengi að upp­lifa Ísland og að kynn­ast okk­ur og merk­inu þannig að Theo­dóra ákvað að fljúga henni inn til lands­ins þar sem ég myndaði hana hér­lend­is. Tök­urn­ar fóru fram á ein­um degi en hún var hér í fjóra daga allt í allt og fór­um við með hana á nokkra þekkta ferðamannastaði.“

Hér er Kári að mynda Cutler.
Hér er Kári að mynda Cutler.

Kári seg­ir að ferlið að velja fyr­ir­sætu í þetta verk­efni hafi tekið nokkra mánuði.  

„Þar sem að þetta er verður aug­lýs­inga­her­ferð sem verður birt um all­an heim að þá tók smá tíma að und­ir­búa þetta og púsla þessu öllu sam­an. Einnig var erfitt að að ná henni hingað í nokkra daga þar sem að hún bókuð langt fram í tím­ann,“ seg­ir hann.  

-Hvað lærðir þú af þessu verk­efni?

„Þakk­læti og ég lærði hell­ing af öll­um sem komu að þessu verk­efni. Má kannski segja að það er allt hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi og með góðri skipu­lagn­ingu. Við erum mjög þakk­lát og ánægð að hafa unnið með topp fyr­ir­sætu eins og Cutler. Hún vinn­ur ekki með hverj­um sem er og henn­ar umboðsmaður pass­ar henn­ar ímynd mjög vel og set­ur hana ekki í verk­efni nema að það passi við henn­ar ímynd og að það muni hjálpa henni í henn­ar fer­il.“

MTK er þekkt fyrir leggingsbuxur sínar.
MTK er þekkt fyr­ir legg­ings­bux­ur sín­ar.
Kári segir að það sé ekki hægt að taka lélega …
Kári seg­ir að það sé ekki hægt að taka lé­lega mynd af Cutler. Ljós­mynd/​Kári Sverriss
Theodóra Elísabet Smáradóttir, Ali Tate Cutler og Kári Sverriss.
Theo­dóra Elísa­bet Smára­dótt­ir, Ali Tate Cutler og Kári Sverriss.
Ragnar Sigurðsson kærasti Kára er hér með í för en …
Ragn­ar Sig­urðsson kær­asti Kára er hér með í för en hóp­ur­inn fór í Friðheima.
Kári Sverriss ljósmyndari og Ali Tate Cutler ofurfyrirsæta úti í …
Kári Sverriss ljós­mynd­ari og Ali Tate Cutler of­ur­fyr­ir­sæta úti í ís­lenskri nátt­úru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda