Láttu Dolly Parton létta þér lífið í samkomubanninu

GoodNight With Dolly er eitthvað sem aðdáendur hennar mega ekki …
GoodNight With Dolly er eitthvað sem aðdáendur hennar mega ekki missa af!

Hin dáða og dýrkaða Dolly Part­on, kon­an með fal­lega brosið, gull­rödd­ina og risa­stóru brjóst­in ætl­ar að leggja sitt af mörk­um á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Ætlar þessi þjóðarger­semi Banda­ríkj­anna og fal­leg­asta dótt­ir Tenn­esse að lesa fyr­ir fólk á kvöld­in. 

Um er að ræða kon­una sem hef­ur skemmt okk­ur með lög­un­um Jo­lene, I Will Always Love You og 9-5. Nú skemmt­ir hún heims­byggðinni ekki með söng held­ur með því að lesa fyr­ir okk­ur. Um er að ræða 10 bóka mynd­bandaseríu sem fer í loftið 2. apríl kl. 18.00 að banda­rísk­um tíma. Fyrsta bók­in sem hún les heit­ir The Little Eng­ine That Could. 

Fólk sem elsk­ar drottn­ingu Part­on ætti ekki að láta þetta fram­hjá sér fara. Hægt er að finna þætt­ina á Youtu­be, Face­book, Twitter og In­sta­gram. 

Dolly Parton ætlar að lesa fyrir heimsbyggðina í splunkunýjum þáttum.
Dolly Part­on ætl­ar að lesa fyr­ir heims­byggðina í splunku­nýj­um þátt­um. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda