„Svona breytingar fá mann til að hugsa“

Hildur Vala Baldursdóttir leikkona.
Hildur Vala Baldursdóttir leikkona. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hild­ur Vala Bald­urs­dótt­ir leik­kona í Þjóðleik­hús­inu seg­ir ástandið í dag hafa kennt henni að brosa frek­ar fram­an í fólk en kyssa það og knúsa. Hún er þakk­lát fyr­ir lífið og list­ina og ætl­ar í ofát, úti­vist og kósí­heit um pásk­ana. 

Hild­ur Vala er um þess­ar mund­ir að vinna með Hall­grími Ólafs­syni og Bjarna Snæ­björns­syni í að búa til inns­lög fyr­ir KrakkaR­úv um Kar­demommu­bæ­inn.

„Inns­lög­in heita „Leik­sýn­ing verður til“. En með þeim opn­um við dyr leik­húss­ins og gef­um börn­um inn­sýn í vinn­una í leik­hús­inu. Við töl­um við list­ræna stjórn­end­ur og reyn­um að sýna á fjöl­breytt­an og skemmti­leg­an hátt hvernig sýn­ing eins og Kar­demommu­bær­inn verður að veru­leika.“

Pásk­arn­ir alltaf nota­leg­ir

Hild­ur Vala er far­in að hlakka til pásk­anna.

„Já, mér finnst pásk­arn­ir alltaf nota­leg­ir. Þetta verða ör­ugg­lega eft­ir­minni­leg­ir pásk­ar en óeft­ir­minni­legt páskafrí þar sem fríið sjálf verður ekki frá­brugið und­an­förn­um dög­um þar sem all­ir eru nú þegar heima við, ýms­ir staðir lokaðir og meiri ró yfir öllu.“

Hún teng­ir pásk­ana við ró­leg­heit og slök­un uppi í sum­ar­bú­stað með fjöl­skyld­unni. Þar sem ofát, spil og úti­vera koma við sögu eins og hún seg­ir sjálf frá.

Þrátt fyr­ir það virk­ar hún mik­il hóf­semd­ar­mann­eskja og skyn­söm.

„Maður verður bara að taka einn dag í einu, fara eft­ir fyr­ir­mæl­um, vera góður við fólkið sitt og standa sam­an. Svona breyt­ing­ar fá mann til að hugsa um allt það góða sem maður hef­ur og hvað ég kyssi og knúsa marga að jafnaði en ég hef oft þurft að stoppa mig af og hugsa: Nei, bros er betra en koss og knús. En það er full ástæða til að hlakka til þess sem framund­an er og ég held að við eig­um öll eft­ir að kunna að meta litlu hlut­ina sem maður tók sem sjálf­sögðum hér áður.“

Hild­ur er á því að leik­húsið hafi staðið sig frá­bær­lega í að laga sig að breytt­um aðstæðum og finna nýj­ar leiðir að færa leik­húsið til fólks­ins.

Þar má nefna „Ljóð fyr­ir þjóð“ þar sem al­menn­ing­ur get­ur sent inn ósk um ljóð. Dag­lega fær svo einn Íslend­ing­ur boð um að koma í Þjóðleik­húsið og fá ljóðið sitt flutt af ein­um leik­ara húss­ins, fyr­ir sig ein­ann. „Stúd­íó Krist­all“ er þátt­ur í beinni út­send­ingu sem sýnd­ur er tvisvar í viku. Þar má finna fróðleik og ýmis viðtöl við leik­ara og list­ræna stjórn­end­ur. „Ein­leik­ar­inn“ er mynd­bönd frá leik­ur­um að deila list sinni að heim­an. Allt þetta efni er sett er inn á vef Þjóðleik­húss­ins og einnig á Face­book síðu leik­húss­ins.

Síðan má nefna nýj­asta verk­efnið, „Leik­hús­veisla í stof­unni“, þar sem marg­ar af ást­sæl­ustu leik­sýn­ing­um Þjóðleik­húss­ins síðustu ára verða sýnd­ar á RÚV næstu vik­urn­ar.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Að skilja við fólk með bros á vör

Hild­ur Vala er dug­leg að hreyfa sig og mæl­ir með því við alla.

„Það er sama hvernig viðrar, dag­leg úti­vera er það sem ég mæli með við alla. Eins að eiga langt og gott hóp­spjall við vina­hópa og ömm­ur og afa. Gera vel sig í mat og drykk, leyfa sér alltaf smá eft­ir­rétt, halda í gleðina og spritta sig.“

Hild­ur Vala seg­ir leik­list­ina í henn­ar huga vera svo margt.

„Í stuttu máli þá er leik­list í mín­um huga að koma sam­an, skapa, eiga sam­tal við for­vitna og eft­ir­vænt­ing­ar­fulla áhorf­end­ur hér og nú. Hreyfa við fólki, fá það til að finna, hugsa og spegla sig.“

Hún seg­ir að sjálf geri hún alltaf ráð fyr­ir hinu besta. Það hafi hún að hluta til frá helstu fyr­ir­mynd sinni og dugnaðarforki, afa sín­um.

„Bjarni Finns­son, afi, hef­ur unnið sjálf­ur fyr­ir öll­um sín­um sigr­um í líf­inu. Hann er dríf­andi, gef­andi og skil­ur alltaf við fólk með bros á vör.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda