Logi væri til í að vera borgarstjóri

00:00
00:00

Logi Berg­mann var gest­ur í hlaðvarp­inu Hæ hæ – Ævin­týri Helga og Hjálm­ars. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið hvatt­ur fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að bjóða sig fram til borg­ar­stjóra í Reykja­vík.

„Það var svo­lítið sótt á mig að fara í borg­ar­stjór­ann núna fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Al­veg nokkr­ir. Þú átt að gera þetta. Þú yrðir frá­bær borg­ar­stjóri.“

Logi seg­ist ekki hafa verið al­veg nei­kvæður á þessa hug­mynd. „Ég hugsaði um það í svona hálf­an dag. Ég væri al­veg til í að vera borg­ar­stjóri,“ sagði Logi.

Það sem sat hins veg­ar í Loga var um­sókn­ar­ferlið fyr­ir starfið, sem er aðeins öðru­vísi en í heimi fjöl­miðla. „En ég væri ekki til í að fara í kosn­inga­bar­áttu og svo tapa. Þá end­arðu með að sitja í eft­ir­lits­nefnd með ein­hverj­um. En ég væri al­veg til í að vera kom­inn með þetta.“

Þegar Logi var spurður út í hvað hann myndi vilja sjá í borg­inni kom eitt og annað fram. Meðal ann­ars er hann fylgj­andi nýrri borg­ar­línu. Svo eru hlut­ir í borg­inni sem hann vill að séu öðru­vísi. „Ég vil hafa meira frelsi. Mér finnst fá­rán­legt að það sé ekki sund­laug opin all­an sól­ar­hring­inn – alltaf. Mynd­um við tapa svo miklu á því? Af hverju erum við þar?“

Þátt­inn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda