Logi væri til í að vera borgarstjóri

00:00
00:00

Logi Berg­mann var gest­ur í hlaðvarp­inu Hæ hæ – Ævin­týri Helga og Hjálm­ars. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið hvatt­ur fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að bjóða sig fram til borg­ar­stjóra í Reykja­vík.

„Það var svo­lítið sótt á mig að fara í borg­ar­stjór­ann núna fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Al­veg nokkr­ir. Þú átt að gera þetta. Þú yrðir frá­bær borg­ar­stjóri.“

Logi seg­ist ekki hafa verið al­veg nei­kvæður á þessa hug­mynd. „Ég hugsaði um það í svona hálf­an dag. Ég væri al­veg til í að vera borg­ar­stjóri,“ sagði Logi.

Það sem sat hins veg­ar í Loga var um­sókn­ar­ferlið fyr­ir starfið, sem er aðeins öðru­vísi en í heimi fjöl­miðla. „En ég væri ekki til í að fara í kosn­inga­bar­áttu og svo tapa. Þá end­arðu með að sitja í eft­ir­lits­nefnd með ein­hverj­um. En ég væri al­veg til í að vera kom­inn með þetta.“

Þegar Logi var spurður út í hvað hann myndi vilja sjá í borg­inni kom eitt og annað fram. Meðal ann­ars er hann fylgj­andi nýrri borg­ar­línu. Svo eru hlut­ir í borg­inni sem hann vill að séu öðru­vísi. „Ég vil hafa meira frelsi. Mér finnst fá­rán­legt að það sé ekki sund­laug opin all­an sól­ar­hring­inn – alltaf. Mynd­um við tapa svo miklu á því? Af hverju erum við þar?“

Þátt­inn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda