„Var tilbúin að breyta til og elta ástina“

Edda Pétursdóttir.
Edda Pétursdóttir.

Edda Pét­urs­dótt­ir býr í Berlín í Þýskalandi; í Mitte, sem er líkt og nafnið ber með sér miðja Berlín­ar og eitt aðal­hverfið þar sem stein­steypt­ar göt­ur, heill­andi hús og göm­ul kirkja setja svip á um­hverfið.

„Ég var svo hepp­in að vera í ljós­mynda­námi þegar kór­ónu­veir­an skall á svo ég kláraði það og fór svo að vinna sem ljós­mynd­ari. Sú vinna er háð tak­mörk­un­um vegna veirunn­ar en maður reyn­ir að finna takt­inn í því eft­ir því sem veir­an leyf­ir.“

Edda á von á dótt­ur hinn 23. maí næst­kom­andi með manni sín­um Mo­ritz Reiner. Þau hafa verið sam­an frá ár­inu 2017 þegar þau kynnt­ust á tísku­vik­unni í London. Þau voru í fjar­búð í eitt ár þar til þau fluttu til Berlín­ar sam­an fyr­ir fjór­um árum.

„Þegar við flutt­um hingað fyrst lagði ég mikið upp úr því að fara að gera eitt­hvað strax, þá helst til að kynn­ast fólki.

Mo­ritz vinn­ur fyr­ir fyr­ir­tæki sem heit­ir WeWork sem eru skrif­stof­ur fyr­ir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga. Hann var flutt­ur frá London til Berlín­ar til að opna WeWork á þýska markaðnum, sem er ástæða þess að við flutt­um hingað.

Ég var búin að eiga góðan og lang­an fer­il sem fyr­ir­sæta í New York í um 15 ár og var til­bú­in að breyta til og elta ást­ina.

Ég sótti um hjá Neue Schule für Fotografie í eins árs alþjóðlegt nám sem var mjög gef­andi og skemmti­legt nám.

Þar kynnt­ist ég góðum vin­kon­um sem ég vinn mikið með í dag. Eft­ir það tók ég önn í BTK-há­skól­an­um en áttaði mig á því að sá skóli væri ekki fyr­ir mig og vildi frek­ar prófa mig áfram sjálf. Ég var einnig að taka að mér verk­efni í New York og Bost­on þar sem ég átti föst verk­efni sem fyr­ir­sæta. Það var held­ur mikið að vera í fullu há­skóla­námi og ferðast tíu til fimmtán daga á mánuði frá Berlín til New York.

Ég er með reynslu úr tísku­heim­in­um sem spann­ar tæp tutt­ugu ár og því fannst mér ég þekkja hann það vel sjálf að ég ákvað að finna mín­ar leiðir í hon­um.

Þá kom kór­ónu­veir­an og lífið sem við þekkj­um breytt­ist.

Viðskipta­vin­ir mín­ir í Banda­ríkj­un­um hættu að bóka mig og mér fannst fyr­ir­sætu­verk­efn­in hér í Þýskalandi ekki nógu spenn­andi þannig að ég ákvað að demba mér í ljós­mynda­verk­efni.“

Alltaf farið sín­ar eig­in leiðir í líf­inu

Edda hef­ur alltaf farið sín­ar eig­in leiðir í líf­inu.

„Ég vann í hug­mynd­un­um mín­um og setti sam­an teymi og bjó til söguþætti sem ég sendi á tíma­rit á borð við Schön Magaz­ine, Lula Jap­an og Latest magaz­ine. Þetta er leiðin sem ég hef farið til að byggja upp möpp­una mína og hafa eitt­hvað í hönd­un­um til að sýna viðskipta­vin­um mín­um.

Út frá þessu var ég til dæm­is ráðin til að gera „look-book“ fyr­ir Gal­van London sem var svo birt hjá Vogue. Einnig hef ég verið að vinna mikið með skart­gripi. Viðskipta­vin­ir mín­ir hafa verið OU­VERT­URE og In­ternati­onal Cit­izen.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Edda Pet­urs­dott­ir (@by_edda)

Edda er viss um að hún hefði ekki farið áfram með vinn­una sína á þenn­an hátt ef ástandið hefði verið öðru­vísi.

„Ég hefði ekki kýlt á þetta af svona mik­illi al­vöru nema vegna þess að heim­ur­inn stóð í stað og ég missti af þess­um fyr­ir­sætu­verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um. Öryggið var farið og ekk­ert annað í boði en að demba sér í næstu áskor­un.“

Íbúðin þeirra í Berlín er ein­stak­lega fal­leg.

„Það er dá­sam­legt að vera svona miðsvæðis í Berlín. Við búum við aðal­versl­un­ar­göt­una sem minn­ir mig svo­lítið á Soho í New York nema hér er miklu minni um­ferð að sjálf­sögðu. Við Mo­ritz búum í nýrri bygg­ingu sem okk­ur lík­ar mjög vel, en þar sem við eig­um von á barni erum við í þeim hug­leiðing­um að stækka við okk­ur. Hús­næðismarkaður­inn hér er þannig að íbúðir hafa hækkað mjög mikið í verði á und­an­förn­um árum svo það er ekki auðvelt að finna drauma­í­búðina eins og er.“

Edda er vön að vera á far­alds­fæti vegna vinn­unn­ar.

„Það mun ým­is­legt breyt­ast þegar barnið fæðist. Ég var vön í svo mörg ár að hoppa upp í vél hvar sem er í heim­in­um í alls kon­ar fyr­ir­sætu­verk­efni, oft með ein­ung­is eins dags fyr­ir­vara, en þar sem ég hef verið að byggja upp verk­efni í kring­um mig með föst­um viðskipta­vin­um síðastliðin ár verður þetta ekki svo slæmt. Það sem ég þarf að gera er að finna mér góða barnapíu þegar ég tek að mér verk­efn­in þangað til dótt­ir mín fer á leik­skóla.“

Kór­ónu­veir­an hef­ur haft meiri áhrif á líf Eddu en meðgang­an sem seg­ir ým­is­legt um aðstæðurn­ar í Þýskalandi í dag.

„Mér fannst þetta al­veg til­val­inn tími til að verða ólétt. Það er allt enn þá lokað hér í Berlín. Við erum búin að vera í „lockdown“ síðan í nóv­em­ber í fyrra. Hér er ekki einu sinni hægt að setj­ast inn á kaffi­hús þannig að við erum voða mikið heima hjá okk­ur nema þegar ég er að vinna ljós­mynda­verk­efn­in mín. Ég er með sirka eitt verk­efni á viku og þess á milli er ég að und­ir­búa mynda­tök­una og í eft­ir­vinnslu á ljós­mynd­un­um.“

Það er meira krefj­andi að vera á bak við mynda­vél­ina að mati Eddu.

„Það er einnig meira gef­andi. Mér finnst ein­stak­lega gam­an að hafa yf­ir­sýn yfir tök­ur og vera list­rænn stjórn­andi sjálf. Að koma með hug­mynd og sjá hana verða að veru­leika er al­veg ein­stak­lega skemmti­legt.

Ég tek eitt og eitt fyr­ir­sætu­verk­efni ennþá og þegar heim­ur­inn opn­ast aft­ur get­ur vel verið að ég taki fleiri verk­efni í New York og ann­ars staðar sem fyr­ir­sæta af og til. Fókus­inn er á ljós­mynda­verk­efn­in núna og móður­hlut­verkið.“

Kol­féllu hvort fyr­ir öðru

Edda er fé­lags­vera í eðli sínu og seg­ir mik­il­vægt að eiga góða vini að.

„Í Berlín vinn ég mikið með vin­um og hef fundið vin­kon­ur úr ljós­mynda­skól­an­um sem eru mjög upp­byggj­andi. Við erum fimm vin­kon­ur og draum­ur­inn okk­ar er að setja upp ljós­mynda­stúd­íó sam­an. Vinna verk­efni sam­an, deila hug­mynd­um og hjálpa hver ann­arri að koma sér á fram­færi.“

Hvað með ást­ina í líf­inu?

„Ég kynnt­ist mann­in­um mín­um á tísku­vik­unni í London árið 2017.

Ég var á þeim tíma „brand partner“ fyr­ir jóga­fyr­ir­tækið Vyayama. Við höfðum verið val­in áhuga­verðustu nýliðarn­ir hjá Selfridges og var fata­merkið í glugg­an­um á Oxford Street í nokkr­ar vik­ur. Það var viðburður í kring­um þetta sem ID Magaz­ine stóð fyr­ir og við vor­um í þeim viðburði.

Ég fór svo í tískupartí það kvöld þar sem ég hitti Mo­ritz í gegn­um vina­fólk. Við al­veg kol­féll­um hvort fyr­ir öðru og vor­um svo í fjar­sam­bandi á milli London og New York í heilt ár þar til við flutt­um sam­an til Berlín­ar.“

Já­kvæðni besta fegr­un­ar­lyfið

Mo­ritz bað Eddu á strönd í Kosta Ríka í fe­brú­ar 2020, rétt fyr­ir kór­ónu­veiruna.

„Planið var að gift­ast á þessu ári en mig lang­ar ekki að gifta mig með grímu svo við erum með fókus­inn á barneign­ina núna.“

Fyr­ir­sætu­heim­ur­inn hef­ur breyst mjög mikið frá því Edda byrjaði að vinna á sín­um tíma.

„Breyt­ing­arn­ar eru til hins betra að mínu mati. Það er mik­il áhersla lögð á að fyr­ir­sæt­ur séu með sinn eig­in per­sónu­leika. Það sem mér finnst best við iðnaðinn í dag er að við erum með meiri fjöl­breyti­leika en þegar ég byrjaði árið 1998. Ald­ur er ekki eins mikið mál og áður. Þú get­ur verið 65 ára með grátt hár að gera flott verk­efni.

Það sem er aðeins þreyt­andi er að nú þarftu að vera sýni­leg á sam­fé­lags­miðlum, sem get­ur verið þreyt­andi. Það eru tæki­færi í því líka, sem dæmi að vera hluti af breyt­ing­um sem mann lang­ar að sjá í heim­in­um.

Sem ljós­mynd­ari hafa sam­fé­lags­miðlar einnig hjálpað mér mjög mikið þar sem ég hef fundið áhuga­vert fólk að vinna með í gegn­um þá, sem dæmi stíl­ista, förðun­ar­fræðinga og hár­greiðslu­fólk svo eitt­hvað sé nefnt.“

Hvað ger­ir þú til að viðhalda góðri heilsu og hraust­legu út­liti?

„Ég hef stundað jóga og hug­leiðslu í 17 ár. Svo borða ég ein­stak­lega holl­an mat og hef gert það í mörg ár. Svefn er mér einnig mjög mik­il­væg­ur.“

Áttu leyni­ráð að deila með okk­ur til að viðhalda fal­legu út­liti með ár­un­um?

„Já, það er að sofa vel, stunda jóga og drekka mikið af vatni. Ég mæli einnig með sell­e­rísafa og Feel Ice­land-kolla­geni sem hef­ur hjálpað mér mikið. Svo má ekki gleyma því að já­kvæðni er eitt besta fegr­un­ar­meðalið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda