Kynntust í meðferð á Vogi

Sara Linneth og Herra hnetusmjör ræddu um hvernig þau kynntust …
Sara Linneth og Herra hnetusmjör ræddu um hvernig þau kynntust í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Herra Hnetu­smjör, sem réttu nafni heit­ir Árni Páll Árna­son, og kær­asta hans og barn­s­móðir Sara Linn­eth Castañeda kynnt­ust þegar þau voru bæði í meðferð á afeitr­un­ar­stöðinni Vogi árið 2016. Herra hnetu­smjör og Sara voru vöruð við því að taka upp ástar­sam­band á Vogi en þau hl­ustuðu ekki á varnaðarorðin. Í dag eru þau bæði edrú og eiga von á sínu öðru barni sam­an. 

Herra hnetu­smjör og Sara voru gest­ir í hlaðvarp­inu Betri helm­ing­ur­inn með Ása sem Ásgrím­ur Geir Loga­son stýr­ir.

Herra hnetu­smjör skaust upp á stjörnu­him­inn árið 2014 þá aðeins 18 ára gam­all. Hann er einn vin­sæl­asti tón­list­armaður og rapp­ar á Íslandi í dag. Hann er með mörg járn í eld­in­um um þess­ar mund­ir en á síðasta ári opnaði hann skemmti­staðinn 203 í miðbæ Reykja­vík­ur og fyrr á þessu ári opnaði hann nikó­tín­vöru­versl­un­ina Vör­ina í Kópa­vogi.

Herra hnetu­smjör og Sara eignuðust sitt fyrsta barn, son­inn Björg­vin Úlf, árið 2020 og nú er lít­ill dreng­ur vænt­an­leg­ur í janú­ar á næsta ári. 

Laug að lækn­in­um

„Hef­urður heyrt um afeitr­un­ar­miðstöðina Vog?,“ sagði Herra hnetu­smjör þegar Ásgrím­ur spyr hvernig þau kynnt­ust. „Maður var bara bú­inn að keyra sig í kaf og kom­inn í slopp­inn og bjóst ekk­ert endi­lega við því að finna ást­ina þar,“ sagði Herra hnetu­smjör. 

Sara skýt­ur inn í að þau hafi bæði verið á versta stað í lífi sínu á þeim tíma, en á sama tíma þeim besta. Þar höfðu þau hlustað á fyr­ir­lestra um að það væri ekki ár­ang­urs­ríkt að finna ást­ina á Vogi. 

„Yf­ir­leitt ferðu á ein­hver niður­tröpp­un­ar­lyf á Vogi, sem ég reynd­ar fór ekki á, af því ég laug að yf­ir­lækn­in­um á Vogi að ég hefði ekki verið á neinu öðru en áfengi. Ég veit ekki al­veg, ég var mjög mikið í því að ljúga. Þetta lyf heit­ir Li­bri­um og það er talað um Li­bri­um love. Því maður verður svo­lítið ruglaður á því,“ sagði Herra hnetu­smjör.

„Já ég var ein­mitt þannig. Ég bara ætlaði að eiga þenn­an mann,“ sagði Sara. „En við erum eitt af fáum dæm­um þar semþetta geng­ur upp,“ sagði Herra hnetu­smjör.

Þau segja að rann­sókn­ir sýni að í 99% til­fella gangi sam­bönd sem urðu til á meðferðar­stof­un­un­um ekki upp. 

Herra hnetu­smjör og Sara tóku þó ed­rú­mennsk­unni al­var­lega og þó þau hafi verið í sam­bandi hafi þeim gengi vel að vinna í sjálf­um sér hvort í sínu lagi. Þau hafi ekki verið orðin háð hvort öðru í ed­rú­mennsk­unni á þessu tíma­bili og það hafi kannski verið lyk­ill­inn.

Í þætt­in­um ræða þau ít­ar­lega um sam­band sitt og fer­il Herra hnetu­smjörs. Hlusta má á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda