Kristján Einar handtekinn á Spáni

Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn á Spáni um miðjan mars.
Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn á Spáni um miðjan mars. Skjáskot/Instagram

Íslenski ríkisborgarinn sem handtekinn var á Spáni í mars síðastliðnum er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður frá Húsavík. Þetta herma öruggar heimildir Smartlands.

Eins og Smartland greindi frá fyrr í dag var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Spáni í mars. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann var handtekinn en Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis staðfesti í samtali við Smartland að leitað hefði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins í tengslum við handtökuna.

Kristján Einar er trúlofaður söngkonunni Svölu Björgvins en hún vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Kristján Einar er 24 ára og var sakfelldur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot á síðasta ári. Þá var hann sakfelldur fyrir líkamsárás í héraðsdómi en sýknaður í Landsrétti.

Uppfært: Myndband af handtökunni hefur gengið manna á milli á samfélagsmiðlum í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda