Lögfræðingar og ljósmæður í súludanshópnum

Ljósmynd/M. Flóvent

Súlu­dans­hóp­ur­inn SEIÐR set­ur upp sýn­ing­una Match Me! á sviðslista­hátíðinni Reykja­vík Fr­inge Festi­val um helg­ina. Hóp­ur­inn legg­ur mikið upp úr já­kvæðri lík­ams­ímynd og vill gera fólki kleift að sjá dans­ara af ólík­um stærðum og gerðum ör­ugga í eig­in skinni á sviði. Með því von­ast hóp­ur­inn til að brjóta niður þær staðalí­mynd­ir sem eru til staðar um hvernig dans­ar­ar eigi að líta út, vera og haga sér. 

„Hóp­ur­inn okk­ar er mjög fjöl­breytt­ur og við vilj­um ein­mitt beina at­hygl­inni á fjöl­breytta lík­ama. Við vilj­um leyfa fólki að dást að því hvað þess­ir kropp­ar eru megn­ug­ir um frek­ar en hvernig þeir líta út eða hvort þeir passi inn í staðalí­mynd­ir um feg­urð eða ekki,“ seg­ir Ásta Marteins­dótt­ir, meðlim­ur í SEIÐR.

Ljós­mynd/​M. Flóvent

„Það sama á einnig við um bak­grunn allra lista­mann­anna, en við erum með laga­nema, viðskipta­fræðing, vís­inda­mann, ljós­móður, On­lyF­ans stjörn­ur, mæður í fæðing­ar­or­lofi og bara allskon­ar. Inn­an hóps­ins hef­ur mynd­ast þetta gull­fal­lega styðjandi mæðraveldi þar sem all­ir njóta viður­kenn­ing­ar og virðing­ar og okk­ur finnst mik­il­vægt að halda at­hygl­inni á því þrátt fyr­ir að við fáum líka að njóta þess að hafa einn og einn karl­mann með okk­ur endr­um og sinn­um.“

Ljós­mynd/​M. Flóvent

Hóp­ur­inn kom fyrst sam­an á sömu hátíð árið 2019 þar sem þau settu upp sýn­ing­una Draum­veru­leiki. Í ár er þema hátíðar­inn­ar ást­in í öll­um sín­um mynd­um, en á sýn­ing­unni mun SEIÐR setja nú­tíma­leg­an brag á ást­ina í anda stefnu­móta­for­rita.

View this post on In­sta­gram

A post shared by SEIÐR (@sei­dr­d­ance)

„Mark­mið SEIÐR er að búa til vett­vang fyr­ir þá lista­menn sem stunda list­grein­ina til þess að koma og draga fram það sem hef­ur verið haldið í útjaðri list­sam­fé­lags­ins í sviðsljósið. Dans­ar­arn­ir munu leggja mis­mun­andi áhersl­ur í stíl­um sín­um og túlk­un á hinum ýmsu hliðum ástar­inn­ar og munu áhorf­end­ur bæði fá að sjá losta­full­ar hliðar súlu­dans­ins sem og þær fyndnu og drama­tísku.“

Ljós­mynd/​M. Flóvent

Súlu­dans er ein fárra íþrótta þar sem kven­menn eru ríkj­andi. „Súlu­dans er fund­inn upp af kon­um, nán­ar til­tekið dökk­um kon­um, en það er ein­mitt mik­il­vægt að hvítþvo ekki upp­runa þeirra hluta sem við vilj­um njóta. Með tíð og tíma hef­ur þessi list­grein svo þró­ast á allskon­ar vegu, mest­megn­is inn á stripp­stöðum en á ní­unda ára­tugn­um byrjuðu ein­hverj­ir stripp­ar­ar að kenna öðrum kon­um „trikk­in“ sín og þannig varð pole fit­n­ess til.“

Ljós­mynd/​M. Flóvent

„Við telj­um að svo miklu fleiri geti haft gam­an af súlu­dans­sýn­ing­um rétt eins og fólk hef­ur gam­an af sirk­us, búr­les og uppist­andi en þetta er hálf­gerð blanda af þessu. Af okk­ar reynslu þá hef­ur hingað til alltaf um 70% áhorf­enda ein­mitt verið kon­ur. Þess vegna tala ég um okk­ur sem kvenna­veldi og sýn­ing­un­um okk­ar er og hef­ur alltaf verið ætlað að bæði skemmta en einnig fagna kven­leik­an­um í öllu sínu veldi,“ seg­ir Ásta. 

Ljós­mynd/​M. Flóvent

Hóp­ur­inn leit­ast við að kynna Íslend­inga bet­ur fyr­ir súlu­dansi og um leið þurrka út þá for­dóma sem fylgt hafa list­form­inu. Sýn­ing­in fer fram í Tjarn­ar­bíó laug­ar­dag­inn 25. júní klukk­an 21:30, en nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðu hátíðar­inn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda