Logi og Hallveig rifja upp fyrsta stefnumótið

00:00
00:00

Tón­list­armaður­inn Logi Pedro Stef­áns­son og Hall­veig Hafstað Har­alds­dótt­ir eru gest­ir þátt­ar­ins Betri helm­ing­ur­inn hjá Ása. Hann er lík­lega þekkt­ast­ur fyr­ir að vera í hljóm­sveit­inni Retro Stef­son en auk þess að vinna í tónlist stund­ar hann nám í vöru­hönn­un við Lista­há­skóla Íslands. Hall­veig er með BS í sál­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og er ný­lega kom­in úr fæðing­ar­or­lofi en parið eignaðist son á síðasta ári. 

Logi og Hall­veig höfðu vitað af hvort öðru lengi þegar þau fóru form­lega á stefnu­mót 2018. Þá var hann bú­inn að vera ein­hleyp­ur í ár og átti ung­an son. Hall­veig var ný­lega hætt í sam­bandi. Hún var 21 árs og hann 25 ára. 

„Þegar við vor­um að kynn­ast þá hafði ég rek­ist á Hall­veigu í bæn­um og talaði við hana þá. Svo sendi ég henni skila­boð tveim­ur mánuðum seinna og við fór­um á stefnu­mót," seg­ir Logi. 

Hall­veig hafði aldrei farið á form­legt stefnu­mót og vissi ekki á hverju væri von. Hún bjóst kannski í mesta lagi við að þau væru að fara í ís­bíltúr. Annað átti eft­ir að koma á dag­inn því Logi bauð henni út á borða í níu rétta máltíð sem tók um þrjá klukku­tíma. Eft­ir á hafa þau hlegið mikið að þessu því ef stefnu­mótið hefði ekki verið skemmti­legt þá hefði kannski verið vont að vera fast­ur með ann­arri mann­eskju að borða all­an þenn­an mat. 

„Þetta var skemmti­leg­ur staður að fara á og við vor­um ein á staðnum. Ég bjóst við ís­bíltúr eða að fara á Hlemm. Við feng­um sjö eða níu rétta mat­seðil því við vor­um að fá rétti all­an tím­ann,“ seg­ir Hall­veig. 

„Þetta var mjög skemmti­legt deit og svo skutlaði ég henni heim,“ seg­ir Logi og ját­ar að ef hann hefði þekkt hana þá hefði hann aldrei boðið henni í níu rétta máltíð.

Hægt er að hluta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda