Birgitta Líf launahæst í LXS-hópnum

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er tekjuhæst í LXS-vinkonuhópnum.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er tekjuhæst í LXS-vinkonuhópnum. Skjáskot/Instagram.

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, markaðsstjóri Word Class og eigandi Bankastræti Club, var með hæstu tekjurnar í vinkonuhópnum sem kenndur er við raunveruleikaþættina LXS á síðasta ári. Var Birgitta með 1,2 milljón króna í tekjur á mánuði að meðaltali, miðað við greitt útsvar. Fréttablaðið greinir frá en álagningaskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í dag. 

Raunveruleikaþættirnir LXS verða frumsýndir á Stöð 2 í kvöld.

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir var með næst hæstu tekjurnar í hópnum en hún var með 539.777 krónur á mánuði að meðaltali. Sunneva er í samstarfi með fjölda fyrirtækja á borð við Marc Inbane og Nocco. Á síðasta ári var hún í raunveruleikaþáttunum #Samstarf ásamt vinkonu sinni. Auk þess heldur hún úti þáttunum Teboðið, ásamt Birtu Líf Ólafsdóttur. 

Þriðja tekjuhæsta í vinkonuhópnum var leikkonan Kristín Pétursdóttir. Hún var með 526.111 krónur á mánuði miðað við greitt útsvar. Hún starfar nú einnig sem flugfreyja hjá Icelandair en hefur leikið í fjölda auglýsinga og í leikritinu Mæður. Kristín er ekki í raunveruleikaþáttunum en er samt sem áður í vinkonuhópnum.

Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf …
Magnea Björg Jónsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ína María Norðfjörð eru í raunveruleikaþáttunum LXS.

Hildur Sif Hauksdóttir var með 487.162 krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári en hún hefur starfað sem samfélagsmiðlastjóri og flugfreyja. Hún flutti til Bretlands fyrr á þessu ári. Hildur Sif er hluti af vinkonuhópnum, en þó ekki í raunveruleikaþáttunum.

Magnea Björg Jónsdóttir, sem nú starfar við markaðsmál hjá World Class auk þess sem hún er áhrifavaldur, var með 349.974 krónur í tekjur á síðasta ári. 

Ástrós Traustadóttir, dansari og áhrifavaldur, var með 354.764 krónur á mánuði í tekjur á síðasta ári. 

Ína María Norðfjörð er tekjulægst í vinahópnum en hún var með 72.487 krónur í tekjur á síðasta ári. Hún er með gráðu í sálfræði og vinnur sem ljósmyndari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál