Tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fangelsi

Kristján Einar Sigurbjörnsson var með 1,4 milljónir í tekjur á …
Kristján Einar Sigurbjörnsson var með 1,4 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, áhrifa­vald­ur og sjó­maður, var tekju­hæsti áhrifa­vald­ur­inn á Íslandi á síðasta ári að því er fram kem­ur í um­fjöll­un DV. Kristján Ein­ar hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi á Spáni síðan um miðjan mars á þessu ári.

Mánaðarleg­ar tekj­ur Kristjáns Ein­ars á síðasta ári námu alls 1.445.602 krón­um miðað við greitt út­svar. Hann var í sam­bandi með söng­kon­unni Svölu Björg­vins­dótt­ir en þau slitu sam­band­inu nú á vor­mánuðum eft­ir að hann var hand­tek­inn. 

Þor­steinn með yfir 1,3 millj­ón króna

Með næst­hæstu tekj­urn­ar á síðasta ári var Þor­steinn V. Ein­ars­son, en hann hann held­ur úti hlaðvarpsþátt­un­um Karl­mennsk­an og In­sta­gram-síðu með sama nafni. Hann var með 1,3 millj­ón­ir í tekj­ur á mánuði miðað við greitt út­svar. 

Áhrifa­vald­ur­inn Sól­rún Diego, sem er með 45 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram, var með 534 þúsund krón­ur í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Áhrifa­vald­ur­inn Camilla Rut Rún­ars­dótt­ir var með öllu minna eða 300 þúsund í tekj­ur á mánuði. 

Þór­unn Ívars­dótt­ir var með 602 þúsund krón­ur á mánuði á síðasta ári miðað við greitt út­svar. Hún er áhrifa­vald­ur og rek­ur einnig versl­un­ina Val­hneta. Hún er með 13,2 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram. 

Þorsteinn V. Einarsson var með 1,3 milljónir króna í tekjur …
Þor­steinn V. Ein­ars­son var með 1,3 millj­ón­ir króna í tekj­ur á mánuði á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda