Tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fangelsi

Kristján Einar Sigurbjörnsson var með 1,4 milljónir í tekjur á …
Kristján Einar Sigurbjörnsson var með 1,4 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn á Íslandi á síðasta ári að því er fram kemur í umfjöllun DV. Kristján Einar hefur setið í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan um miðjan mars á þessu ári.

Mánaðarlegar tekjur Kristjáns Einars á síðasta ári námu alls 1.445.602 krónum miðað við greitt útsvar. Hann var í sambandi með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttir en þau slitu sambandinu nú á vormánuðum eftir að hann var handtekinn. 

Þorsteinn með yfir 1,3 milljón króna

Með næsthæstu tekjurnar á síðasta ári var Þorsteinn V. Einarsson, en hann hann heldur úti hlaðvarpsþáttunum Karlmennskan og Instagram-síðu með sama nafni. Hann var með 1,3 milljónir í tekjur á mánuði miðað við greitt útsvar. 

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem er með 45 þúsund fylgjendur á Instagram, var með 534 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári. Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir var með öllu minna eða 300 þúsund í tekjur á mánuði. 

Þórunn Ívarsdóttir var með 602 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári miðað við greitt útsvar. Hún er áhrifavaldur og rekur einnig verslunina Valhneta. Hún er með 13,2 þúsund fylgjendur á Instagram. 

Þorsteinn V. Einarsson var með 1,3 milljónir króna í tekjur …
Þorsteinn V. Einarsson var með 1,3 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál