Jón Kalman með hærri laun en Arnaldur

Jón Kalman Stefánsson var með hærri tekjur en Arnaldur Indriðason …
Jón Kalman Stefánsson var með hærri tekjur en Arnaldur Indriðason á síðasta ári. Samsett mynd

Jón Kalman Stefánsson var tekjuhæsti rithöfundurinn á síðasta ári. Var hann með rúmlega 1,6 milljón króna í tekjur á mánuði miðað við greitt útsvar. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Jón Kalman gaf síðast út skáldsöguna Fjarvera þín er myrkur árið 2020.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður á Rúv, rithöfundur og sambýliskona Jóns Kalman, var með tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur. mbl.is/Hari

Arnaldur Indriðason rithöfundur var með 852 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Hann hefur gefið út bók á hverju einasta ári síðan 1997, en á síðasta ári kom út bókin Sigurverkið eftir hann. 

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var með 892 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.

Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, var með 750 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári. 

Sigurjón Birgir Sigurjónsson, betur þekktur sem Sjón, var með 569 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sjón skrifaði handritið að kvikmyndinni Dýrið ásamt Valdimar Jóhannssyni og kom hún út á síðasta ári. Þá skrifaði hann einnig handritið að kvikmyndinni The Northman ásamt Robert Eggers. Hún var frumsýnd í mars á þessu ári.

Auður Jónsdóttir, sem gaf út bókina Allir fuglar fljúga í ljósið á síðasta ári, var með 450 þúsund í tekjur á mánuði á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál