Vilja gjörbylta neysluhegðun fólks

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er gestur Karlmennskunnar.
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er gestur Karlmennskunnar.

Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, meðeig­andi og meðstofn­andi Veg­an­mat­ar sem rek­ur Veg­an­búðina og Jömm er gest­ur í nýj­asta þætti hlaðvarps­ins Karl­mennsk­an. Sæ­unn seg­ir frá því hvernig Veg­an­búðin fór á nokkr­um árum frá því að vera sinnt í hjá­verk­um með inn­flutn­ingi á fáum vör­um yfir í að verða stærsta veg­an­búð í heim­in­um.

„Maggi maður­inn minn var aðeins byrjaður að flytja inn Oumph og gerði það í hjá­verk­um. Ég ákvað að taka við því í fullu starfi og fann fleiri vör­ur til að flytja inn meira. Það var eng­inn sem stoppaði mig þannig þetta vatt upp á sig og við kom­in bæði í þetta,“ seg­ir hún. 

„Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta, við vilj­um gjör­bylta neyslu­hegðun fólks. Ég er ekki að tala um að gjör­bylta með sham­ing og lát­um, held­ur vilj­um við sjá til þess að það sé skemmti­legra, auðveld­ara og ljúf­feng­ara að vera veg­an en vera það ekki,“ seg­ir Sæ­unn en seg­ist þó ekki dæma neinn sem ekki er veg­an.

„Ég dæmi ekk­ert fólk sem tek­ur lýsi eða borðar dýra­af­urðir, ég hef gert það sjálf. En langafi var ekki í þeim aðstæðum sem við erum í. Við höf­um val í dag. Ég fatta ekki af hverju það ætti að vera rök að þetta hafi haldið fólki á lífi fyr­ir ein­hverj­um öld­um.“

„Femín­ísk­ur biss­ness-aktív­isti“

Sæ­unn lýs­ir því að Veg­an­búðin selji ekki hvaða vör­ur sem er, held­ur þurfi vör­urn­ar að upp­fylla ákveðin siðferðis­leg viðmið eins og að vera ekki frá her­numd­um lönd­um eða af fram­leiðend­um sem hag­nýta dýr.

„Biss­nessaktív­isti er hug­tak sem ég fann upp sjálf til að út­skýra hvað ég geri. Ég er rosa­lega veg­an og er eig­in­lega veg­an á und­an öllu öðru. Það er kjarn­inn í mínu lífsviðhorfi, veg­an­ismi og rétt­læti.“

Þá seg­ir hún að vegna þess að hún sé veg­an þá sé hún í raun sjálf­krafa líka femín­isti og mann­rétt­indasinni.

„Ég er veg­an uber alles og af því að ég er veg­an þá er ég líka femín­isti og rétt­læt­issinni og friðarsinni. Því fyr­ir mér er annað bara ekki hægt. Þetta er sami hlut­ur­inn sem birt­ist bara með ör­lítið ólík­um hætti eft­ir því hvaða mál­efni þú ert að tala um en sömu valda­kerf­in, hrok­inn, yf­ir­gang­ur­inn og egó­ism­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda