París er borg ástarinnar og það vita Íslendingar. Það er einstaklega vinsælt að fara á skeljarnar í borginni og margar íslenskar stjörnur gert það með mjög góðum árangri í gegnum árin. Bónorð í borginni hafa verið sérstaklega vinsæl í sumar og haust.
Athafna- og áhrifavaldaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason trúlofuðu sig í París í haust.
Tiktok-stjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir og Helgi Jónsson trúlofuðu sig í París á dögunum.
Tónlistarmaðurinn Pétur Finnbogason og fjölmiðlakonan Elísabet Hanna Maríudóttir túlofuðu sig í fallegu haustveðri í París á dögunum.
Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjarna, nýtti Parísarferð í haust til þess að fara á skeljarnar. Að sjálfsögðu sagði einkaþjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir já.
Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Ásgeirsdóttir, eigendur veitingastaðarins Maikai, trúlofuðu sig í París í október.
Fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson og förðunarfræðingurinn og flugfreyjan Fanney Sandra Albertsdóttir trúlofuðu sig í París í sumar. Parið birti myndskeið þar sem Garðar fór á skeljarnar við Eiffel-turninn.
Lífsstílshönnuðurinn og sjónvarpsstjarnan Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir kennari trúlofuðu sig í París í fyrrasumar. Þau giftu sig síðan í sumar og var að sjálfsögðu franskt þema í brúðkaupinu.
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur undir nafninu Sturla Atlas, trúlofaðist unnustu sinni, Steinunni Arinbjarnardóttur leikkonu, í París árið 2018.
Fyrir heimsfaraldur fór grínistinn Sóli Hólm á skeljarnar og bað Viktoríu Hermannsdóttir. Sóli greindi frá ævintýralegri ferð til Parísar árið 2018 sem endaði með trúlofun. Þau giftu sig í sumar.