Íslensk ofurpör elska að trúlofa sig í París

Bónorð í París er vinsæl og heppnast vel.
Bónorð í París er vinsæl og heppnast vel. Samsett mynd

Par­ís er borg ástar­inn­ar og það vita Íslend­ing­ar. Það er ein­stak­lega vin­sælt að fara á skelj­arn­ar í borg­inni og marg­ar ís­lensk­ar stjörn­ur gert það með mjög góðum ár­angri í gegn­um árin. Bón­orð í borg­inni hafa verið sér­stak­lega vin­sæl í sum­ar og haust.  

Lína Birgitta og Gummi Kíró

At­hafna- og áhrifa­valdap­arið Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son trú­lofuðu sig í Par­ís í haust. 

Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son. Ljós­mynd/​Elísa­bet Blön­dal

Helgi og Birta Hlín

Tikt­ok-stjarn­an Birta Hlín Sig­urðardótt­ir og Helgi Jóns­son trú­lofuðu sig í Par­ís á dög­un­um. 

Helgi Jónsson og Birta Hlín Sigurðardóttir eru trúlofuð.
Helgi Jóns­son og Birta Hlín Sig­urðardótt­ir eru trú­lofuð. Skjá­skot/​In­sta­gram

Pét­ur og Elísa­bet

Tón­list­armaður­inn Pét­ur Finn­boga­son og fjöl­miðlakon­an Elísa­bet Hanna Maríu­dótt­ir túlofuðu sig í fal­legu haust­veðri í Par­ís á dög­un­um. 

Pétur Finnbogason og Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð.
Pét­ur Finn­boga­son og Elísa­bet Hanna Maríu­dótt­ir eru trú­lofuð. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ási og Sara

Ásgrím­ur Geir Loga­son, leik­ari og hlaðvarps­stjarna, nýtti Par­ís­ar­ferð í haust til þess að fara á skelj­arn­ar. Að sjálf­sögðu sagði einkaþjálf­ar­inn og flug­freyj­an Sara Davíðsdótt­ir já. 

Ásgrímur Geir Logason og Sara Davíðsdóttir trúlofuðu sig í París …
Ásgrím­ur Geir Loga­son og Sara Davíðsdótt­ir trú­lofuðu sig í Par­ís í Frakklandi. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ágúst og Elísa­bet Metta

Ágúst Freyr Halls­son og Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir, eig­end­ur veit­ingastaðar­ins Maikai, trú­lofuðu sig í Par­ís í októ­ber. 

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir.
Ágúst Freyr Halls­son og Elísa­bet Metta Svan Ásgeirs­dótt­ir.

Garðar og Fann­ey

Fót­boltamaður­inn Garðar Gunn­laugs­son og förðun­ar­fræðing­ur­inn og flug­freyj­an Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir trú­lofuðu sig í Par­ís í sum­ar. Parið birti mynd­skeið þar sem Garðar fór á skelj­arn­ar við Eif­fel-turn­inn. 

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð.
Garðar Gunn­laugs­son og Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir eru trú­lofuð.

Arn­ar Gauti og Berg­lind

Lífs­stíls­hönnuður­inn og sjón­varps­stjarn­an Arn­ar Gauti Sverr­is­son og Berg­lind Sif Valdemars­dótt­ir kenn­ari trú­lofuðu sig í Par­ís í fyrra­sum­ar. Þau giftu sig síðan í sum­ar og var að sjálf­sögðu franskt þema í brúðkaup­inu. 

Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Valdimarsdóttir.
Arn­ar Gauti Sverris­son og Berg­lind Valdi­mars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Silla Páls

Stein­unn og Sturla Atlas

Tón­list­armaður­inn og leik­ar­inn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, bet­ur þekkt­ur und­ir nafn­inu Sturla Atlas, trú­lofaðist unn­ustu sinni, Stein­unni Ar­in­bjarn­ar­dótt­ur leik­konu, í Par­ís árið 2018. 

Steinunn Arinbjarnardóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa sett íbúð sína …
Stein­unn Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir og Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son hafa sett íbúð sína á sölu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Vikt­oría og Sóli Hólm

Fyr­ir heims­far­ald­ur fór grín­ist­inn Sóli Hólm á skelj­arn­ar og bað Vikt­oríu Her­manns­dótt­ir. Sóli greindi frá æv­in­týra­legri ferð til Par­ís­ar árið 2018 sem endaði með trú­lof­un. Þau giftu sig í sum­ar. 

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
Vikt­oría Her­manns­dótt­ir og Sóli Hólm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda