Ásdís Rán verður í hlutverki hjákonu auðugs manns

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á leið til Búlgaríu til þess …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á leið til Búlgaríu til þess að leika í bíómynd. Ljósmynd/Momchil Hristov

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir mun fara með eitt af aðal­hlut­verk­un­um í nýj­ustu mynd Lor­enzo Faccenda sem er ít­alsk­ur leik­stjóri. Mynd­in verður tek­in upp í Búlgaríu og er Ásdís Rán á leið út í tök­ur. Hún var ráðin í verk­efnið í gegn­um umboðsmann sinn í Sofíu í Búlgaríu. Ásdís Rán hef­ur leikið nokk­ur auka­hlut­verk í gegn­um tíðina en þetta er fyrsta skipti sem hún er í aðal­hlut­verki í kvik­mynd og það sé stórt skref. 

„Ég fékk drauma­hlut­verk. Ég leik hjá­konu auðugs manns og ræð mann til þess að drepa kon­una hans. Mynd­in er tek­in upp á ensku og fara tök­ur fram í Búlgaríu en mynd­in á að ger­ast í Evr­ópskri stór­borg. Tök­ur hefjast í byrj­un apríl en ég fer út í næstu viku,“ seg­ir Ásdís Rán í sam­tali við Smart­land og ját­ar að hún sé spennt fyr­ir þessu hlut­verki. 

„Ég á ef­laust ekki erfitt með að setja mig í þetta hlut­verk,“ seg­ir hún og hlær og bæt­ir við: 

„Það væri miklu erfiðara fyr­ir mig að leika bóka­safnsvörð.“

Nú, hvernig þá?

„Það er auðvelt fyr­ir mig að setja mig í „fan­sy glamúr­hlut­verk“ því ég hef góða reynslu af því í gegn­um aug­lýs­ing­ar og mynda­tök­ur,“ seg­ir Ásdís Rán og er þá að vísa í fyr­ir­sætu­fer­il sinn en hún var 14 ára þegar hún sat fyr­ir í fyrsta skipti. 

Ljós­mynd/​Momchil Hristov

Hvernig hef­ur þú und­ir­búið þig fyr­ir hlut­verkið?

„Ég er að dunda mér í hand­rit­inu núna. Læra söguþráðinn og text­ana mína. Þetta kom bara inn á borð fyr­ir um mánuði þannig að ég hef ekki mjög mik­inn tíma til að und­ir­búa mig.“

Ásdís Rán seg­ir að kvik­myndaiðnaður­inn í Búlgaríu sé stór. 

„Það er mikið af Evr­ópsk­um mynd­um og líka am­er­ísk­um tekn­ar upp á þess­um slóðum. Þeir eru með nokk­ur risa kvik­mynda­ver og frá­bær­ar aðstöður í Búlgaríu,“ seg­ir hún. 

Ásdís Rán held­ur úti hlaðvarpsþætt­in­um Krass­andi kon­ur en hann verður í pásu á meðan hún fer með hlut­verk brjáluðu hjá­kon­unn­ar í Búlgaríu. 

Ljós­mynd/​Momchil Hristov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda