Veðurguðirnir verða að haga sér

Gunnar Birgisson ætlar norður um páskana.
Gunnar Birgisson ætlar norður um páskana. Ljósmynd/Ragnari Visage

Gunn­ar Birg­is­son, íþróttaf­réttamaður á RÚV, von­ast til þess að kom­ast á skíði um pásk­ana en ferðinni er heitið norður í land. Hann seg­ir litlu fjöl­skyld­una sína geta valið úr mörg­um páska­boðum og þakk­ar hann dótt­ur sinni vin­sæld­irn­ar.

Hvað ætl­ar þú að gera um pásk­ana í ár?

„Ég og fjöl­skylda mín för­um lík­leg­ast norður í ár ef guð og lukk­an leyf­ir. Þá er komið við á Sauðár­króki og Sigluf­irði, og að sjálf­sögðu í Fljót­un­um. Þar verður lík­leg­ast farið eitt­hvað á skíði og notið sam­vista vina og ætt­ingja sem maður sér alltof sjald­an,“ seg­ir Gunn­ar.

Ertu með ein­hverj­ar hefðir um páska sem þú verður að halda í?

„Nei ég hef ekki verið með nein­ar hefðir þannig séð, en fyr­ir veiru­tíma­bilið var orðið fast­ur liður að taka þátt með ein­hverju móti á skíðagöngu­móti í Fljót­um á föstu­deg­in­um langa og er stefn­an sett á að end­ur­vekja það góða mót í ár þannig að nú biður maður bara til veðurguðanna að haga sér fram yfir páska og gefa okk­ur smá snjó.“

Hef­urðu upp­lifað páska­hefðir í öðru landi?

„Það hef­ur nú bara verið í Nor­egi og Svíþjóð og ekk­ert þar sem er frá­brugðið því sem ég hef gert hérna heima. Þess­ar þjóðir eru auðvitað ekki með páska­egg­in eins og við eig­um að venj­ast hér heima en Norðmenn til dæm­is elska marsíp­an og allt sem því teng­ist og á pásk­um og jól­um úða þeir í sig alls kon­ar marsíp­annammi. Einnig er tím­inn þar nýtt­ur til að kom­ast í fjöll­in og á skíði áður en snjór­inn hverf­ur og haldið er inn í sum­arið.“

Gunnar er gamall skíðagöngukappi.
Gunn­ar er gam­all skíðagöngukappi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Borðar þú mörg páska­egg?

„Nei, hef svona reynt að halda mig við eitt en það sem er eig­in­lega verst er að ég klára það yf­ir­leitt fyr­ir páska­dag. Smá bit­ar hingað og þangað vik­una fyr­ir páska gera mér svo sem eng­an greiða en þetta er auðvitað al­gjört grín hvað þetta er gott.“

Ertu öfl­ug­ur í eld­hús­inu um pásk­ana?

„Það fer eft­ir því hvort kær­ast­an mín á eft­ir að lesa þetta eða ekki. Ef ekki, þá er ég með þríréttað föstu­dag til sunnu­dags með allt frá humarsúp­um upp í hrein­dýra­steik­ur. Aft­ur á móti ef hún rekst á þetta þá sér hún um eld­húsið í flest­um til­vik­um og ger­ir með glæsi­brag, mér hef­ur þótt nauðsyn­legt að hafa lambahrygg eða lamba­læri á gamla mát­ann alla­vega einu sinni en er mjög op­inn fyr­ir nýj­ung­um.“

Hafa páska­hefðirn­ar breyst eft­ir að þú varðst pabbi?

„Já það verður ekki sagt annað, Anna Sól­ey dótt­ir mín, er mik­ill sæl­keri eins og pabbi henn­ar og hún er svona fyrst núna á þriðja ald­ursári að fatta svo­lítið um hvað þetta snýst og far­in að spyrja mig ansi oft út í súkkulaðipáska­egg­in sem standa und­an­tekn­ing­ar­laust fremst í búðum. Það er í raun bara tímaspurs­mál hvenær hún fer að sjá í gegn­um lyg­ar pabba síns. Nú fer maður að setja upp leit fyr­ir hana á sunnu­deg­in­um og verður gam­an að sjá hana kljást við vís­bend­ing­ar for­eldra sinna og eitt­hvað sem seg­ir mér að þol­in­mæðin verði ekki mik­il. Einnig hef­ur henn­ar til­koma gert það að verk­um að all­ir fjöl­skyldumeðlim­ir vilja fá okk­ur eða hana sem mest til sín yfir páska og því hef­ur páska­boðunum fjölgað til muna.“

Hef­urðu farið í eft­ir­minni­legt ferðalag um páska?

„Það eru þá helst bara þess­ar ferðir með fjöl­skyld­unni minni oft­ar en ekki til Nor­egs í æf­inga- og keppn­is­ferðir á yngri árum sem standa upp úr. Mikið skíðað, mikið spilað og mikið gam­an. Einnig þykir mér ofboðslega vænt um að kíkja heim á Sauðár­krók eða Siglu­fjörð og skipta um um­hverfi og heim­sækja ætt­ingja og vini.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda