EXIT-Porsche einn og yfirgefinn á umferðareyju

Porsche Panamera 4 E-Hybrid uppi á umferðareyju.
Porsche Panamera 4 E-Hybrid uppi á umferðareyju. Ljósmynd/Aðsend

Porsche bif­reið nokk­ur hef­ur vakið at­hygli í um­ferðinni. Þó ekki fyr­ir öku­lag held­ur vegna einka­núm­ers­ins sem prýðir bíl­inn. Einka­núm­erið EXIT fer ekki fram­hjá nein­um. Flest­ir tengja þetta bíl­núm­er við sjón­varpsþætt­ina EXIT sem sýnd­ir eru á Rúv en þeir fjalla um kol­brjálaða norska út­rás­ar­vík­inga sem gera allt sem venju­leg­ir heiðvirðir borg­ar­ar myndu aldrei gera.

Þeir vakna ekki fyrr en þeir fá sinn skammt af kókaíni og svíf­ast einskis til þess að græða sem mest af pen­ing­um. Þeir stunda inn­herjaviðskipti eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn og kom­ast upp með það líkt og frænd­ur þeirra og frænk­ur á Íslandi. 

Þessi Porsche-bif­reið hef­ur þó ekk­ert með vin­sælu EXIT-sjón­varpsþætt­ina að gera því eig­andi bíls­ins er Sig­urður Elí Berg­steins­son eig­andi skemmti­staðar­ins EXIT. Skemmti­staður­inn nýt­ur vin­sælda og er í miðbæ Reykja­vík­ur. Porsche-bif­reiðar Sig­urðar Elís er að gerðinni Pana­mera 4 E-Hybrid og er 2017 mód­el. 

Eft­ir að bíla­stæðasjóður hækkaði gjald­skrá sína þá er kannski ódýr­ara að leggja bara uppi á um­ferðareyju og treysta á að fá ekki sekt frá lög­regl­unni. Mynd­irn­ar voru tekn­ar klukk­an 21.30 á sunnu­dags­kvöldið. 

Hér er Sig­urður Elí á Mercedes-Benz G 500 en um tíma keyrði hann um á ekta EXIT-jeppa en jepp­inn hef­ur verið seld­ur. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by @siggielii



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda