Hafsdís og Kleini trúlofuð

Þessi mynd var tekin af Hafdísi og Kleina þegar þau …
Þessi mynd var tekin af Hafdísi og Kleina þegar þau mættu í þáttinn Ísland vaknar á K100. Ljósmynd/Kristín Sif

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, eru trúlofuð. Hafdís er einkaþjálfari og hann er áhrifavaldur sem nýlega stofnaði fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu á litlum húsbílum.

Parið hefur verið áberandi síðan þau byrjuðu saman enda með líf sitt í beinni útsendingu á Instagram. Kristján Einar tilkynnti hinsvegar á dögunum að hann væri hættur á samfélagsmiðlum í bili því það væri svo mikið að gera hjá honum. Þessar beinu útsendingar væru tímafrekar og hann þyrfti að tíma til að ná markmiðum sínum. Koma sér á þann stað sem hann dreymir um og þá mætti nú alls ekkert trufla huga hans. Hann sagði að það tæki hann 2-3 klukkutíma á dag að sinna félagsmiðlinum og því væru næstu 6-12 mánuðir tileinkaðir harðri vinnu. 

Parið tilkynnt rétt í þessu að það væri trúlofað og …
Parið tilkynnt rétt í þessu að það væri trúlofað og hefði verið það frá 1. janúar. Ljósmynd/Facebook

Hafdís er hinsvegar ekki hætt á félagsmiðlum og parið hefur nú skráð sig trúlofað frá 1. janúar en Smartland greindi frá því í mars að þau væru saman. Þá voru þau búin að vera saman í viku. Stóra spurningin gæti verið hvort fólk geti trúlofast áður en það byrjar saman? Þegar stórt er spurt er fátt um svör! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál