Vigdís Másdóttir kynningar-og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi og Bergsteinn Sigurðsson nýráðinn umsjónarmaður Silfursins á Rúv eru farin hvort í sína áttina.
Vigdís komst fyrst í fréttir 14 ára gömul þegar hún sigraði Ford fyrirsætukeppnina árið 1992. Seinna lærði hún leiklist og tók meistarapróf í listkennslu.
Bergsteinn hefur starfað í fjölmiðlum lengi. Hann var blaðamaður á Fréttablaðinu áður en hann hóf störf hjá Rúv þar sem hann hefur stýrt þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Auk þess hefur hann starfað sem þýðandi. Bergsteinn er auk þess handlaginn sem gerði það að verkum að hann lærði húsasmíði í kvöldskóla til þess að geta endurbyggt raðhús þeirra Vigdísar.
Nú er komið að leiðarlokum í þessu ástarsambandi og óskar Smartland Vigdísi og Bergsteini góðs gengis!