Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndskreytir og Andri Ómarsson verkefnisstjóri í deild markaðsmála og upplifunar hjá Isavia eru skilin. Þau eiga tvö börn.
Bergrún Íris hefur notið vinsælda á bókmenntasviðinu. Hún hlaut Barna- og ungmennabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Langelstur að eilífu (2020) og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sömu bók (2019). Fjöruverðlaunin hlaut hún fyrir Kennarinn sem hvarf (2019). Sú bók hlaut einnig Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Bergrún var valin Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2020.
Smartland óskar þeim góðs gengis!