„Við viljum ekki að fólk upplifi hungur“

Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Sam­hjálp gef­ur fólki í neyð að borða í gegn­um starf sitt eða 100.000 máltíðir á ári. Edda Jóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­hjálp­ar seg­ir að þeim sé alltaf að fjölga sem þurfi á aðstoð að halda. Í kvöld verður kótilettu­kvöld Sam­hjálp­ar haldið í 16 skipti en það er stór liður í fjár­mögn­um fé­lags­ins. 

„Fyrsta kótilettu­kvöld Sam­hjálp­ar var haldið árið 2006 og hef­ur verið ár­leg­ur viðburður síðan, ef frá eru tal­in árin sem sam­komutak­mark­an­ir stjórnuðu lífi okk­ar. Mér telst því til að þetta sé í sextánda skipti sem kótilettu­kvöld Sam­hjálp­ar er haldið. Í ár er kótilettu­kvöldið með sér­stök­um hátíðarbrag þar sem Sam­hjálp á 50 ára af­mæli. Það verður því af­mæliskaka og af­mæl­is­söng­ur­inn sung­inn und­ir stjórn Grétu Salóme. Þetta verður hátíðlegt en líka skemmti­legt kvöld.

Hápunkt­ur­inn eru þó alltaf sög­ur fólks sem hef­ur fengið bata í gegn­um starf­semi Sam­hjálp­ar. Sög­urn­ar í ár spanna rúm­lega fimm­tíu ára edrú­tíma en þau sem deila reynslu sinni hafa sam­tals verið edrú í þenn­an tíma, svo það er sam­hljóm­ur við 50 ára af­mæli Sam­hjálp­ar.  

Við erum svo hepp­in að geta haldið viðburðinn á Hilt­on hotel Nordica, en þau eru sam­starfsaðilar okk­ar í ár og gera okk­ur kleift að halda viðburðinn á þess­um glæsi­lega stað. Kokka­landsliðið eld­ar kótilett­urn­ar svo þetta verður upp á 10. Það er mik­il eft­ir­vænt­ing hjá okk­ur enda al­veg að verða upp­selt. Við verðum þó með ein­hverja miða við inn­gang­inn því sag­an seg­ir okk­ur að það er alltaf smá hóp­ur sem mæt­ir á staðinn án þess að vera bú­inn að kaupa miða,“ seg­ir Edda. 

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Ná­ungakær­leik­ur í verki 

Kótilettu­kvöld Sam­hjálp­ar er meðal mik­il­væg­ustu fjár­öfl­un­ar­leiða Sam­hjálp­ar en þó ekki sú stærsta. 

„Þetta er mik­il­vægt kvöld vegna þess að við fáum að verja því með stór­um hópi fólks sem hef­ur ein­læg­an áhuga á starf­sem­inni og læt­ur sig mál­efnið varða. Staðreynd­in er sú að við erum í fjár­öfl­un alla daga árs­ins. Við fáum mat­ar­gjaf­ir næst­um dag­lega frá fyr­ir­tækj­um til kaffi­stof­unn­ar, ásamt því sem fjöldi ein­stak­linga og fyr­ir­tækja legg­ur sitt af mörk­um með því að styrkja okk­ur fjár­hags­lega. Um fjör­tíu pró­sent af kostnaðinum við rekst­ur Sam­hjálp­ar er fjár­magnaður með sjálfs­hjálp­ar­fé. Við gæt­um þetta aldrei nema vegna þess að fólkið í land­inu er okk­ur sam­mála um að Sam­hjálp er sam­fé­lags­verk­efni. Við vilj­um ekki að fólk upp­lifi hung­ur. Við vilj­um að þeir sem búa á göt­unni eða þurfa hjálp um lengri eða skemmri tíma, eigi sam­astað. Það er svo magnað að upp­lifa að fólk sýn­ir ná­ungakær­leika í verki með því að gefa okk­ur gjaf­ir og styrkja okk­ur fjár­hags­lega. Við erum óend­an­lega þakk­lát fyr­ir það,“ seg­ir hún. 

Í til­efni af 50 ára af­mæli Sam­hjálp­ar verður pop-up versl­un í and­dyr­inu fyr­ir fram­an sal­inn.

„Þetta eru vör­ur sem safnað hef­ur verið á nytja­markaði Sam­hjálp­ar. Þarna verða eigu­leg­ir hlut­ir af ýmsu tagi, bæði skart­grip­ir og Kasmírpeys­ur ásamt hand­prjónuðum flík­um og silk­is­læðum frá heimsþekkt­um hönnuðum. Þetta verður því skemmti­legt tæki­færi fyr­ir þá sem vilja styrkja gott mál­efni en gjarn­an taka eitt­hvað með sér heim í poka.

Það verður líka hljótt upp­boð á nokkr­um völd­um hlut­um eins og lista­verk­um, hönn­un­ar­vöru og nýju skarti sem okk­ur hef­ur verið gefið. Nokkr­ir þekkt­ir ís­lensk­ir hönnuðir hafa gefið okk­ur vöru til að hafa á þögla upp­boðinu og okk­ur hafa einnig áskotn­ast grafíklista­verk og ol­íu­mál­verk eft­ir þekkt lista­fólk, sem fólk get­ur boðið í. Hver hlut­ur hef­ur verið verðmet­inn og er lægsta boð rétt yfir því verðmati en svo er það hæst­bjóðandi sem hlýt­ur vör­una.“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra …
Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands og Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra voru á meðal gesta í fyrra. Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Edda seg­ir að starf Sam­hjálp­ar skipti máli því það sé staður von­ar­inn­ar. 

„Við trú­um því að statt og stöðugt að það sé alltaf von. Sama hversu oft fólk hef­ur farið í meðferð eða komið á kaffi­stof­una. Það er alltaf von.

Við sýn­um fólki virðingu og vilj­um að fólk upp­lifi að all­ir eiga skilið að þeim sé sýnd virðing. Við erum öll mik­il­væg sem ein­stak­ling­ar. Í því birt­ist ef til villl það sem kalla mætti for­dóma­leysi. Starf­semi Sam­hjálp­ar hef­ur alltaf byggst á því að mæta fólki þar sem það er og for­dæma það ekki. Í því felst einnig kær­leik­ur gagn­vart ná­ung­an­um. Þannig get­ur fólk upp­lifað þá vald­efl­ingu sem það þarf til að geta sótt sér bata og nýja framtíð án fíkni­efna og þeirra fjötra sem fel­ast oft í fá­tækt.“

Þjóna 500 mann­eskj­um á dag

Edda hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri Sam­hjálp­ar síðan vorið 2022. Afi henn­ar stofnaði sam­tök­in fyr­ir 50 árum og því hef­ur hún fylgst með starf­sem­inni síðan hún var barn. Þegar hún er spurð að því hvað hafi komið henni mest á óvart seg­ir hún að það sé hvað stór hluti sé fjár­magnaður með sjálfsafla­fé. 

„Það hef­ur einnig komið mér skemmti­lega á óvart hversu mik­il góðvild er gagn­vart starf­sem­inni. Bæði ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru mjög til­bú­in að leggja sitt af mörk­um og fólk er al­mennt sam­mála um að Sam­hjálp gegni mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Það er hug­hreyst­andi að upp­lifa það. Vel­vild sam­fé­lags­ins og von­in um betra líf til handa þeim sem marg­ir hafa gef­ist upp á, er það sem held­ur mér gang­andi á erfiðum dög­um.“

Edda seg­ir að Sam­hjálp þjóni 500 ein­stak­ling­um á hverj­um degi. 

„Við rek­um Hlaðgerðarkot, sem er meðferðar­heim­ili í Mos­fells­dal, þrjú áfanga­heim­ili og kaffi­stofu Sam­hjálp­ar. Öll þessi úrræði eru opin alla daga árs­ins. Auk þess rek­um við nytja­markað og miðstöð fjár­öfl­un­ar til að standa straum af þeim kostnaði sem er um­fram það sem ríki og sveit­ar­fé­lög láta af hendi rakna.“

Þessi mynd var tekin á kótilettukvöldi Samhjálpar í fyrra.
Þessi mynd var tek­in á kótilettu­kvöldi Sam­hjálp­ar í fyrra. Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Sam­hjálp er með þjón­ustu­samn­inga við ríki og sveit­ar­fé­lög um úrræði þeirra. 

„Hlut­fall op­in­berra styrkja er um 60% á móti 40% sjálfsafla­fé.“

Hvað myndi Sam­hjálp gera ef til væru meiri pen­ing­ar?

„Mig lang­ar að byggja nýja kaffi­stofu sem mæt­ir þörf­um þeirra sem þangað leita. Mig lang­ar að búa til fal­lega um­gjörð utan um það ein­staka sam­fé­lag sem kaffi­stof­an er. Þangað leit­ar fólk í neyð sinni en þar er líka stór­kost­legt dæmi um fjöl­breytt og friðsam­legt sam­fé­lag. Fólk sem er án heim­il­is, fólk sem glím­ir við fíkni­vanda, fólk sem glím­ir við fá­tækt af mis­mun­andi ástæðum – kem­ur á kaffi­stof­una og á sam­fé­lag yfir kaffi­bolla, meðlæti, rjúk­andi súpudiski eða há­deg­is­verði. Þetta er friðsam­legt sam­fé­lag sem er líka rekið með ein­stök­um hætti því það er aðeins lítið en öfl­ugt teymi starfs­fólks, en helm­ingi fleiri sjálf­boðaliðar og tölu­verður fjöldi fólks sem sinn­ir sam­fé­lagsþjón­ustu. Þetta gæti aldrei gengið nema fyr­ir sam­stillt átak þessa hóps og þær gjaf­ir sem við fáum.

Mig lang­ar að hóp­ur­inn sem til okk­ar leit­ar geti notið þess að hitt­ast í fal­legu og hvetj­andi um­hverfi. Einnig lang­ar mig að við get­um þróað tæki­færi fyr­ir enn fleiri til þátt­töku í þessu ein­staka sam­fé­lagi. Til dæm­is með rækt­un ma­t­jurta en það hef­ur sýnt sig að rækt­un er mjög gef­andi at­höfn. Rann­sókn­ir hafa sýnt að það að sjá sprot­ana stinga sér upp úr mold­inni get­ur hrein­lega hjálpað fólki að vinna úr áföll­um. Þeir sem ekki eiga heim­ili eða hafa ekki aðstöðu til að rækta eig­in garð, ættu að geta tekið þátt í rækt­un með þess­um hætti. Það er draum­ur sem ég trúi að verði að veru­leika. And­leg nær­ing jafnt sem lík­am­legt – því bæði skipt­ir mjög miklu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda