Seldi EXIT-bílinn eftir „fíaskó“ sumarsins

Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa.
Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa. Samsett mynd

Sigurður Elí Bergsteinsson, eigandi skemmtistaðarins EXIT og matsölustaðarins Vefjunnar, tók þá ákvörðun í sumar að selja Porsche-bifreið sína með einkanúmerinu EXIT. Hann er aftur kominn á gamla Range Rover-jeppann og hefur kvatt bílnúmerið, allavega í bili.

„Ég seldi hann eftir „fíaskó“ sumarsins,“ útskýrir Sigurður Elí, sem enduropnar skemmtistaðinn EXIT í kvöld eftir endurbætur. „Ég kunni ekki við að láta sjá mig á bílnum eftir allt sem gekk á í sumar og fór bara inn á bílasölu og seldi þeim bílinn. 

Ég er kominn á gamla Range Rover-jeppann minn og viðurkenni alveg að ég var farinn að sakna hans,“ segir hann og hlær. 

Ljósmynd/Aðsend

Yfirgefin og í sérmerktu stæði

Porsche-bifreið Sigurðar Elís vakti ómælda athygli á sumarmánuðum þegar hún sást yfirgefin á umferðareyju í Reykjavík og einnig þegar henni var lagt í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan Landsbankann og héraðsdóm Reykjaness örfáum dögum seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál