Ásdís Rán fagnar 5 mánuðum með draumaprinsinum

Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafa verið ástfangin …
Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafa verið ástfangin í fimm mánuði. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir og Þórður Daní­el Þórðar­son fögnuðu á dög­un­um fimm mánaða sam­bandsaf­mæli sínu. Í til­efni dags­ins birti Ásdís Rán fal­lega færslu á Face­book. 

„Ég var svo hepp­in að detta í fangið á þess­um draumaprins fyr­ir 5 mánuðum. Hann ger­ir lífið og til­ver­una svo miklu betra! Ég sem hélt ég gæti ekki orðið ást­fang­in, en það var víst ekki rétt þar sem hon­um tókst ein­hvern­veg­in að bræða mitt ís­kalda hjarta. Hlakka til að eyða fleiri mánuðum, árum og æv­in­týr­um með þér elsk­an mín,“ skrifaði Ásdís Rán við mynd af par­inu.

Þórður Daní­el er þekkt út­varps­stjarna en hef­ur síðustu fimm ár verið bú­sett­ur í Búlgaríu þar sem hann rek­ur versl­un sem sel­ur nikó­tín­púða og rafsíga­rett­ur. Ásdís Rán hef­ur verið með ann­an fót­inn í Búlgaríu síðasta ára­tug­inn, en ný­verið fékk hún hlut­verk þar í kvik­mynd ít­alska leik­stjór­ans Lor­enzo Faccenda.

Smart­land ósk­ar þeim til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda