Kynfræðingurinn Indíana Rós er einhleyp

Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur.
Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur. Ljósmynd/Birta Sveinbjörnsdóttir

Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur og eiginmaður hennar, Kristófer Másson, eru farin í sundur. Hjónin gengu í hjónaband í kórónuveirufaraldrinum og eiga saman tvö börn. 

Indíana er einn vinsælasti kynfræðingur landsins og heldur meðal annars úti hlaðvarpsþættinum Kynlíf. Hlaðvarpið fjall­ar um kyn­líf, kyn­heil­brigði og allt sem teng­ist því á einn eða ann­an hátt.

Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn

Indíana Rós sagði frá brúðkaupi þeirra Kristófers í brúðkaupsblaði Morgunblaðsins fyrr á árinu. Þau hættu við stóra veislu vegna kórónuveirufaraldursins og giftu sig hjá sýslumanni. 

„Ég var kasólétt að okk­ar öðru barni en við viss­um að okk­ur langaði að fara út að borða og svo á uppistand. Við völd­um því dag­setn­ingu á brúðkaup­inu út frá því hvenær uppistand væri á dag­skrá. Covid setti þó smá strik í reikn­ing­inn á brúðkaups­dag­inn, bæði þurft­um við að keyra á Hvolsvöll til sýslu­manns þar því sýslumaður­inn á Sel­fossi þurfti að loka út af smiti og svo þegar við vor­um út að borða, rétt um klukku­tíma fyr­ir uppist­andið, feng­um við tölvu­póst um að einn í uppist­and­inu hefði fengið covid og þurftu þau því að fresta. Við fór­um því bara snemma heim og sofnuðum snemma, en það var bara mjög kósí, enda var ég kasólétt og strák­ur­inn var í pöss­un og eins og flest­ir for­eldr­ar ungra barna þekkja þá er það oft það helsta sem mann vant­ar. Planið er þó alltaf að halda stærri veislu þó við séum ekki kom­in það langt að við séum far­in að skipu­leggja það.“

Smart­land ósk­ar þeim góðs geng­is í öldu­gangi lífs­ins!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda