Fólk hittist, fólk giftist og fólk fer hvort í sína áttina. 2023 var ár mikilla jarðhræringa en það á þó ekki bara við um náttúruna því jarðhræringarnar voru líka innra með fólki.
Árni Hauksson fjárfestir og Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi og eigandi Skot Productions skildu á árinu. Síðan þá hefur hún verið á fleygiferð að berjast gegn laxeldi í sjókvíjum og mætt í alla helstu sjónvarps-og útvarpsþætti sem eru framleiddir á landinu.
Björgvin Þorsteinsson og norska fegurðardrottningin Mona Grudt skildu á árinu. Grudt vann titilinn Miss Universe árið 1990 og eina norska konan sem gert hefur það. Hún er með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum, eigin rás á Youtube og tíður gestur í norskum fjölmiðlum.
Leikkonan Aníta Briem og leikstjórinn Dean Paraskevopoulos fóru hvort í sína áttina á árinu sem er að líða. Þau giftu sig árið 2010 á grísku eyjunni Santorini. Paraskevopoulos er frá Grikklandi en lengst af bjuggu þau í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 2020 urðu breytingar á högum þeirra og Ísland kallaði.
Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur fóru hvort í sína áttina á árinu. Ástin kviknaði 2012 þegar þau hnutu um hvort annað. Á þeim tíma starfaði hann í sjónvarpsþættinum Kastljós á Rúv og hún var skrifta á Stöð 2. Sigmar er varaformaður þingflokks Viðreisnar og hefur setið á Alþingi síðan 2021 þegar hann kvaddi fjölmiðlana til þess að láta til sín taka.
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndskreytir og Andri Ómarsson verkefnisstjóri í deild markaðsmála og upplifunar hjá Isavia skildu á árinu.
„Ég sótti um skilnað og er það í ferli. Þetta var ekki að ganga upp, mikið af erfiðleikum því miður,“ lét Sara hafa eftir sér.
Eitt heitasta kærustupar Íslands, Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason, hættu saman á árinu. Parið byrjaði saman vorið 2022 og hefur verið áberandi hvort á sínu sviði. Hann sem frumkvöðull og áhrifavaldur og hún sem félagsmiðlastjarna. Nökkvi rak fyrirtækið Swipe Media en hann yfirgaf fyrirtækið í mars á þessu ári.
Vigdís Másdóttir kynningar-og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi og Bergsteinn Sigurðsson nýráðinn umsjónarmaður Silfursins á Rúv skildu á árinu.
Vigdís komst fyrst í fréttir 14 ára gömul þegar hún sigraði Ford fyrirsætukeppnina árið 1992. Seinna lærði hún leiklist og tók meistarapróf í listkennslu.
Bergsteinn hefur starfað í fjölmiðlum lengi. Hann var blaðamaður á Fréttablaðinu áður en hann hóf störf hjá Rúv þar sem hann hefur stýrt þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Auk þess hefur hann starfað sem þýðandi. Bergsteinn er auk þess handlaginn sem gerði það að verkum að hann lærði húsasmíði í kvöldskóla til þess að geta endurbyggt raðhús þeirra Vigdísar.
Eiður Birgisson kvikmyndaframleiðandi og Manuela Ósk Harðardóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland, fatahönnuður og vörumerkjastjóri hjá Beautybox hættu að vera kærustupar á árinu.
Parið ferðaðist saman um lífið í þrjú ár en nú er komið að leiðarlokum. Manuela varð þekkt árið 2002 þegar hún var kosin Ungfrú Reykjavík. Hún var krynd í hárauðum kjól sem átti eftir að vekja mikla athygli.