Sá sem á von á mikið

Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík var hrærður þegar hann var …
Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík var hrærður þegar hann var kosin manneskja ársins af lesendum Smartlands. Samsett mynd

Það gekk mikið á á ár­inu sem er að líða, hvort sem fólk bjó í raun­heim­um eða glans­heim­um. Oft­ar en ekki er glans­heim­ur­inn ná­tengd­ur raun­heim­in­um og þegar lífið er ann­ars veg­ar get­ur allt gerst. Móðir nátt­úra fer sína leið og ein­hvern veg­inn höf­um við sem þjóð náð að lifa af all­ar helstu hremm­ing­ar sem hægt er að upp­lifa í gegn­um ald­irn­ar. Hvernig fór þjóðin að því? Jú, lík­lega með seigl­unni sem ein­kenn­ir lands­menn. Það að gef­ast aldrei upp og treysta á að allt redd­ist er kannski bara ekki svo slæmt viðhorf þegar öllu er á botn­inn hvolft. Vík­ing­arn­ir voru skap­heit­ir og börðust en það er hægt að berj­ast á ann­an hátt en að öskra og æpa. Siðmenntaðar þjóðir eru bún­ar að læra að það nær eng­inn ár­angri með góli einu og sér.

Les­end­ur Smart­lands eru með hjartað á rétt­um stað en það sannaðist enn eina ferðina þegar Fann­ar Jónas­son bæj­ar­stjóri í Grinda­vík var kos­inn mann­eskja árs­ins.

Fann­ar hef­ur staðið í ströngu síðan jarðhrær­ing­ar hóf­ust í bæj­ar­fé­lag­inu. Hann hef­ur vakið at­hygli fyr­ir sitt ró­lega og yf­ir­vegaða yf­ir­bragð sem er traust­vekj­andi. Fólk tek­ur frek­ar mark á þannig fólki og treyst­ir því fyr­ir lífi sínu. Fann­ar hef­ur víðtæka reynslu af ham­förum en hann var á vakt­inni þegar stóru jarðskjálft­arn­ir urðu á Suður­landi árið 2000. Fann­ar hef­ur verið bæj­ar­stjóri í Grinda­vík síðan 2017 og síðan þá hef­ur gosið fjór­um sinn­um á svæðinu. Til að byrja með þótti það gam­an og krútt­legt þegar túristagos­in komu hvert á fæt­ur öðru en þegar fólk þarf að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna yf­ir­vof­andi eld­gosa­hættu breyt­ist sviðsmynd­in.

Það þarf að huga að mörgu þegar rýma þarf heilt bæj­ar­fé­lag. Hvert á fólk að fara? Hvar á það að búa? Hvað verður um vinn­una? Hvað með skóla­göngu barn­anna? Hvað verður um skuld­irn­ar? Er heim­ili mitt ónýtt? Hvað verður um mig? Hvað verður um okk­ur? Eig­um við framtíð? Spurn­ing­arn­ar eru ótelj­andi og svör­in fá.

Það veit eng­inn raun­veru­lega hvað ger­ist næst – ekki held­ur Fann­ar þótt hann standi vakt­ina og voni það besta. Þegar fót­un­um er kippt und­an fólki þarf mik­inn innri styrk til þess að gef­ast ekki upp og fólk þarf skýra leiðtoga sem það treyst­ir. Fann­ar er aug­ljós­lega einn af þeim. Hann von­ast eft­ir því að Grinda­vík geti kom­ist á sama stað og Vest­manna­eyj­ar. Að það sé hægt að byggja aft­ur upp blóm­legt sam­fé­lag í Grinda­vík.

Í myrkr­inu sem fylg­ir óviss­unni um framtíðina er nauðsyn­legt að hafa von. Á myrk­um stund­um er von­in oft eina hald­reipið en sagt er að þeir sem eigi von eigi eitt­hvað sem ekki er hægt að hrifsa burt. Von er ekki mæld í auðsöfn­un eða starfs­frama, glans­föt­um eða demönt­um þótt all­ir þeir hlut­ir eigi rétt á sér.

Á tíma­mót­um sem þess­um lang­ar mig að þakka les­end­um fyr­ir ánægju­lega sam­fylgd á ár­inu.

Gleðilegt ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda