Vítalía og Arnar Grant rúntuðu, fíaskó í umferðinni og Exit-bílar

Arnar Grant og Vítalía fóru á rúntinn á árinu. Simmi …
Arnar Grant og Vítalía fóru á rúntinn á árinu. Simmi Vill komst í hann krappann og Sigurður Elí hætti með einkanúmerið Exit. Samsett mynd

Árið 2023 héldu Íslendingar áfram að kaupa og selja bíla og ástfangin pör héldu áfram að fara á rúntinn þrátt fyrir heimsendaspár. Einn maður komst þó í bílafréttir á árinu fyrir það að keyra ekki bíl.

Vítalía og Arnar Grant fóru á rúntinn

Eitt þekkt­asta par landsins, Vítal­ía Lazareva og Arn­ar Grant, vörðu kvenna­frí­deg­in­um sam­an en til þeirra sást þar sem þau rúntuðu um miðbæ­inn á tveggja ára gömlum Land Rover Def­end­er. Bíllinn var skráður á fyr­ir­tækið Eski­mó­ar Hold­ing ehf. sem er fé­lag sem starfar í ferðaþjón­ustu.

Arnar Grant og Vítalía rúntuðu um á Land Rover Defender.
Arnar Grant og Vítalía rúntuðu um á Land Rover Defender. Samsett mynd

Á bílum eins og norskir glæpamenn

Ný þáttaröð af norsku útrásarþáttunum Exit fór í loftið í mars. Íslendingar eru með svipaðan stíl og Norðmennirnir glæfralegu. Í þriðju þáttaröðinni er Adam Veile kominn á Benz-jepp­ann Mercedes-AMG G63 en keyrði auðvitað um á dýr­ari lúxusút­gáfu sem nefn­ist Bra­bus og kost­ar yfir 100 millj­ón­ir. Mercedes-AMG G63 kost­ar um 60 millj­ón­ir króna. Fjór­ir sams­kon­ar bíl­ar voru í um­ferð á Íslandi í mars sem voru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slík­ir grip­ir flutt­ir inn og í janúar og febrúar á þessu ári bætt­ust tveir til viðbót­ar.

Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í …
Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í þriðju þáttaröðinni af EXIT. Ljósmynd/Samsett

Sagði skilið við Exit-bílnúmerið

Sig­urður Elí Berg­steins­son, eig­andi skemmti­staðar­ins EXIT og mat­sölustaðar­ins Vefj­unn­ar, tók þá ákvörðun í sum­ar að selja Porsche-bif­reið sína með einka­núm­er­inu EXIT. Hann fór aftur á gamla Range Rover-jeppann og sagði skilið við bílnúmerið. „Ég seldi hann eft­ir „fía­skó“ sum­ars­ins,“ út­skýr­ði Sig­urður Elí. Porsche-bif­reið Sig­urðar Elís vakti ómælda at­hygli á sum­ar­mánuðum þegar hún sást yf­ir­gef­in á um­ferðareyju í Reykja­vík og einnig þegar henni var lagt í sér­merkt stæði fyr­ir hreyfi­hamlaða fyr­ir utan Lands­bank­ann og héraðsdóm Reykja­ness ör­fá­um dög­um seinna.

Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa.
Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa. Samsett mynd

Patrik á Porsche

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, sást á trylltum sportjeppa af teg­und­inni Porsche Cayenne í sumar. Grunnverð hér á landi á slíkum bíl var rúm­lega 16,4 millj­ón­ir. Í nóvember fékk hann einkanúmerið PBT. Pat­rik virðist vera sér­lega hrif­inn af glæsikerr­um frá Porsche, en hann keyrði áður um á ljós­blá­um sport­bíl af teg­und­inni Porsche Taycan. Blái bílinn var frá árinu 2022 og setti Patrik hann á sölu og var verðmiðinn 14,9 milljónir.

Patrik elskar Porsche.
Patrik elskar Porsche. Samsett mynd

Simmi missti prófið

Sig­mar Vil­hjálms­son at­hafnamaður fór í gegnum sumarið á hjóli og sem farþegi. Hann missti bílprófið tímabundið í vor í kjölfar þess að hann var tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. „Eins fyndið og það hljóm­ar þá finn ég fyr­ir ákveðinni tóm­leika­til­finn­ingu því Villi sam­starfsmaður minn hef­ur sótt mig nán­ast á hverj­um morgni,“ sagði Sigmar í samtali við Smartland þegar hann endurheimti bílprófið í lok ágúst.

Simmi Vill.
Simmi Vill. Mbl.is/Brynjólfur Löve
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál