Ætlar að klára skattaskýrsluna í páskafríinu

Bjarni ætlar að njóta þess að slappa af í páskafríinu.
Bjarni ætlar að njóta þess að slappa af í páskafríinu. Ljósmynd/Sunday & White Studio

Leik­ar­ann Bjarna Snæ­björns­son ættu flest­ir lands­menn að þekkja, en hann hef­ur svo sann­ar­lega sett svip sinn á ís­lensku leik­list­ar­sen­una und­an­far­in ár. Bjarni sló í gegn með sjálfsævi­sögu­lega söng­leikn­um Góðan dag­inn, faggi og heill­ar nú unga sem aldna sem hluti af leik­ara­hópi söng­leiks­ins Frosts, sem frum­sýnd­ur var á Stóra sviði Þjóðleik­húss­ins þann 1. mars síðastliðinn. 

Bjarni gaf okk­ur smá inn­sýn í páskaplön­in, en hann ætl­ar að njóta frís­ins með upp­á­halds fólk­inu sínu, slappa af, hvíla radd­bönd­in fyr­ir kom­andi sýn­ing­ar og klára skatta­skýrsl­una.

Hvernig leggst fríið í þig?

„Það leggst glimr­andi vel í mig. Ég er bú­inn að vera svo upp­tek­inn und­an­farið við að æfa og sýna Frost í Þjóðleik­hús­inu að ég er held­ur bet­ur til­bú­inn í góða hvíld.“

Hvað ætl­ar þú að gera um pásk­ana?

„Hvíla mig, klára skatta­skýrsl­una, fara í nátt­úru­ferð með Bjarma mín­um og hund­um, hitta gott fólk, sofa, fara í rækt­ina og sauma út.“

Bjarmi ásamt heimilishundum þeirra Bjarna.
Bjarmi ásamt heim­il­is­hund­um þeirra Bjarna. Ljós­mynd/​Aðsend

Skreyt­ir þú fyr­ir pásk­ana?

„Nei, ég er rosa­lega lé­leg­ur skreyti­karl. Bjarmi er miklu betri í því og það er best að ég sé ekki fyr­ir hon­um þegar hann er kom­inn í ham. Ég geri fast­lega ráð fyr­ir að gul­ir túlí­pan­ar muni finna sig í vasa á borðstofu­borðinu á næstu dög­um.“

Hvað er í mat­inn á páska­dag?

„Það verður án efa ein­hver „djúsí“ hnetu­steik og mikið af góm­sætu meðlæti.“

Hvort er betra páska­öl eða jóla­öl?

„Bæði betra. Er þetta ekki sama syk­ursullið með mis­mun­andi markaðsáhersl­um?“

Færðu þér páska­egg? Ef svo, geym­ir þú það fram á páska­dag?

„Já, ég á ör­ugg­lega eft­ir að kaupa mér veg­an páska­egg. Ég verð að viður­kenna að ég er aga­leg­ur með hefðir, þannig að oft kaupi ég ekk­ert en ef og þegar ég kaupi þá er ég al­veg lík­leg­ur til þess að borða það strax.“

Ert þú og fjöl­skyld­an þín með ein­hverj­ar skemmti­leg­ar páska­hefðir?

„Bara að hvílast vel og njóta frís­ins. Pásk­arn­ir snú­ast oft­ast um það. Við hitt­um vana­lega for­eldra mína og systkini í mat og fáum öll lít­il páska­egg með máls­hætti. Svo þegar máls­hátt­ur­inn er les­inn þá þarf að bæta við setn­ing­unni... „í rúm­inu.“ Þannig verður klass­ísk­ur máls­hátt­ur allt í einu miklu fyndn­ari, t.d. „Sjald­an er ein bár­an stök í rúm­inu.“

Manstu eft­ir ein­hverju sniðugu sem gerðist um pásk­ana?

„Ég ólst upp á Tálknafirði og man vel eft­ir að hafa eytt heilu og hálfu dög­un­um á skíðum í fjall­inu beint fyr­ir ofan bæ­inn. Þar var risa­stór kaðall tengd­ur við traktor sem við krakk­arn­ir notuðum til þess að ferja okk­ur á fjallið. Það var svo gam­an.

Ég man einnig eft­ir þó nokkr­um maga­k­veis­um á páska­dag eft­ir að hafa hámað í mig páska­egg í morg­un­mat og há­deg­is­mat á meðan ég lá yfir á barna­efn­inu á RÚV.“

Bjarni ásamt bræðrum sínum, Jónasi og Steinari.
Bjarni ásamt bræðrum sín­um, Jónasi og Stein­ari. Ljós­mynd/​Aðsend

Er ein­hver bók, bíó­mynd eða þáttaröð sem þú ætl­ar að byrja á/​ljúka við í páskafrí­inu?

„Við Bjarmi vor­um að byrja að horfa á Palm Royale sem lof­ar mjög góðu. Við klár­um þá seríu ör­ugg­lega fljótt. Svo hlakka ég mikið til að horfa á Skvís sem eru nýir ís­lensk­ir þætt­ir hjá Sjón­varpi Sím­ans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda