Magavöðvar verða sýnilegri með aðferð Þórdísar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica hef­ur gert tæp­lega 500 svuntuaðgerðir með sinni eig­in aðferð. Hún hef­ur kynnt aðferðina á læknaþing­um er­lend­is og hef­ur aðferðin mælst vel fyr­ir. Í Frakklandi kall­ast aðferðin La mét­hode de Thord­is en hún geng­ur út á að nota ekki dren held­ur fest­ir hún húðina við vöðvana þannig að maga­vöðvar verði sýni­legri eft­ir aðgerð. Þór­dís seg­ir frá þessu í Dag­málsþætti dags­ins. 

    „Áður en ég byrjaði á þess­ari veg­ferð með svunt­urn­ar þá var búið að sýna fram á að ef þú fest­ir niður húðina á und­ir­liggj­andi vöðva þá þarftu ekki dren. Þegar þú ert búin að taka svunt­una og strekkja á húðinni þá er húðin laus á og ekki föst við und­ir­lagið,“ seg­ir Þór­dís sem hef­ur gert ótalmarg­ar slík­ar aðgerðir upp á síðkastið.

    Sér í lagi vegna aukn­ing­ar á hjá­v­eituaðgerðum hjá fólki og inn­töku á megr­un­ar­lyfj­um. Þegar fólk hef­ur misst mikla lík­amsþyngd vill það gjarn­an losna við auka húð sem mynd­ast við þyngd­artap. Slík­ar aðgerðir kall­ast svuntuaðgerðir. Þór­dís seg­ir að aðferðin henn­ar sé sárs­aukam­inni og henni fylgi einnig minni sýk­ing­ar­hætta. 

    Les­end­ur Smart­lands þekkja Þór­dísi vel en hún hef­ur svarað spurn­ing­um frá les­end­um frá upp­hafi. Ef þér ligg­ur eitt­hvað á hjarta get­ur þú sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert
    Loka

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda