Magavöðvar verða sýnilegri með aðferð Þórdísar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica hef­ur gert tæp­lega 500 svuntuaðgerðir með sinni eig­in aðferð. Hún hef­ur kynnt aðferðina á læknaþing­um er­lend­is og hef­ur aðferðin mælst vel fyr­ir. Í Frakklandi kall­ast aðferðin La mét­hode de Thord­is en hún geng­ur út á að nota ekki dren held­ur fest­ir hún húðina við vöðvana þannig að maga­vöðvar verði sýni­legri eft­ir aðgerð. Þór­dís seg­ir frá þessu í Dag­málsþætti dags­ins. 

    „Áður en ég byrjaði á þess­ari veg­ferð með svunt­urn­ar þá var búið að sýna fram á að ef þú fest­ir niður húðina á und­ir­liggj­andi vöðva þá þarftu ekki dren. Þegar þú ert búin að taka svunt­una og strekkja á húðinni þá er húðin laus á og ekki föst við und­ir­lagið,“ seg­ir Þór­dís sem hef­ur gert ótalmarg­ar slík­ar aðgerðir upp á síðkastið.

    Sér í lagi vegna aukn­ing­ar á hjá­v­eituaðgerðum hjá fólki og inn­töku á megr­un­ar­lyfj­um. Þegar fólk hef­ur misst mikla lík­amsþyngd vill það gjarn­an losna við auka húð sem mynd­ast við þyngd­artap. Slík­ar aðgerðir kall­ast svuntuaðgerðir. Þór­dís seg­ir að aðferðin henn­ar sé sárs­aukam­inni og henni fylgi einnig minni sýk­ing­ar­hætta. 

    Les­end­ur Smart­lands þekkja Þór­dísi vel en hún hef­ur svarað spurn­ing­um frá les­end­um frá upp­hafi. Ef þér ligg­ur eitt­hvað á hjarta get­ur þú sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda