Fjölskyldubíll Snorra og Nadinar seldist loksins

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi hafa selt bílinn.
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi hafa selt bílinn. Samsett mynd

Það vakti athygli á dögunum þegar Snorri Másson, ritstjóri á Ritstjóranum, og Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, settu bílinn sinn á sölu. Um var að ræða fjölskyldubíl af Mitshubishi-gerð sem kallast Outlander. Nú er bíllinn seldur og fjölskyldan komin á glæsikerru frá Toyota. Snorri segir að það hafi komið honum á óvart hvað það tók langan tíma að selja bílinn. 

Outlanderinn er 2019 árgerð og var ekinn 127 kílómetra, fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Ásett verð var 2.990.000 kr. 

Þegar Snorri er spurður að því á hvað bíllinn hafi verið seldur á vill hann ekki gefa það upp. 

„Verðið var ekki svo slæmt. Hann seldist bara góðum og gegnum fjölskylduföður á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eru bílar eitthvað lengi að seljast þessa dagana, sem fróðari menn en ég um efnahagsmál segja hættumerki um kólnun í hagkerfinu. Ég er á meðal fyrstu fórnarlamba þeirrar þróunar, ef hún er að verða,“ segir Snorri í samtali við Smartland. 

„Þetta er mikill léttir enda hefur vandaður fréttaflutningur Smartlands af málinu valdið því að ég fæ reglulegar spurningar um það á förnum vegi, hvort ég sé búinn að selja bílinn. Nú get ég loksins svarað því játandi – og þó því miður án þess að ég sé viss um að fréttaflutningurinn hafi hreyft við málinu svo nokkru nemi,“ segir Snorri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda