„Allt breyttist þegar ég hitti manninn minn“

Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi.
Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur: Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir

Fyrsti koss­inn? 

„Hann er löngu týnd­ur - allt breytt­ist þegar ég hitti mann­inn minn og allt ástar­líf byrjaði að telja upp á nýtt.“ 

Hvaða pla­köt prýddu veggi her­berg­is þíns á unglings­ár­un­um? 

„Eng­in! Ég las mikið af bók­um og oft marg­ar í einu. Einnig var ég að vinna og upp­tek­in af því. Vin­kon­ur mín­ar hengdu upp pla­köt og ætli ég hafi ekki látið það duga mér.“

Fyrstu tón­leik­arn­ir?

„Ég er hrein­lega ekki viss. Við hjón­in höf­um alið börn­in okk­ar á tónlist, bæði á tón­leik­um hjá Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni með mér og í harðari tón­um hjá Baldri eig­in­manni mín­um, enda höf­um við al­ger­lega and­stæðan tón­list­arsmekk. Það finnst mér bæði gam­an og virðing­ar­vert.“ 

Upp­á­halds árstíð?

„Eng­in. Ég er þeirri gæfu gædd að finna ávallt feg­urð í hverju sem er og elska eitt­hvað við all­ar árstíðir. Vorið fyr­ir allt lífið sem er að brjót­ast fram, sum­arið fyr­ir grósku, haustið fyr­ir upp­skeru og vet­ur­inn fyr­ir snjó, kerti og kúr.“

Botnaðu setn­ing­una: Minn for­seti er: 

„Minn for­seti er póli­tískt óháður, kem­ur fyr­ir fólkið og stend­ur með þjóðinni óháð aðstæðum sem upp koma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda