Guðni heimsótti Margréti Þórhildi

Margrét Þórhildur og Guðni.
Margrét Þórhildur og Guðni. Ljósmynd/Keld Navntoft

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, átti fund með Margréti Þórhildi fyrrverandi drottningu og þjóðhöfðingja konungdæmisins Danmerkur fyrr í dag. Fundurinn fór fram í Fredensborgarhöll á Sjálandi. 

Margrét Þórhildur, sem afsalaði sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli í byrjun þessa árs, tók á móti forsetanum í tilefni þess að hann lætur brátt af embætti en landsmenn kjósa sér nýjan forseta þann 1. júní næstkomandi. 

Á fundinum ræddu þau meðal annars um opinbera heimsókn forsetahjónanna til Danmerkur í janúar 2017 og þakkaði Guðni þær hlýju móttökur sem þau nutu þá. Margrét Þórhildur minntist einnig heimsóknar sinnar til Íslands á aldarafmæli fullveldis í desember 2018.

Þá var einnig rætt um samband Íslands og Danmerkur, framtíð norrænnar samvinnu og mikilvægi tungumála í menningu þjóða. Loks bar forseti fram heillaóskir og hlýjar kveðjur til Friðriks konungs og Mary drottningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál