Forstaframbjóðandinn og fyrirsætan, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er á lausu eftir að upp úr sambandi hennar og Þórðar Daníels Þórðarsonar slitnaði. Bæði hafa þau verið búsett í Búlgaríu um nokkurt skeið en hann rekur Icestore í borginni Plovdiv en verslunin selur nikótínpúða og rafsígarettur.
Nú eru þau farin hvort í sína áttina.
Ásdísi Rán er ein af dætrum Íslands sem hefur komið víða við í fyrirsætuheiminum. Hún hefur líka stundað viðskipti, selt vörur, gefið út bækur og haldið námskeið. Ásdís Rán kynntist Búlgaríu í gegnum fyrrverandi eiginmann sinn, Garðar Gunnlaugsson, sem spilaði fótbolta í landinu um tíma. Hún féll fyrir búlgörsku samfélagi og hefur verið með annan fótinn þar síðustu ár.
Upp á síðkastið hefur Ásdís Rán flakkað á milli landa en eins og svo oft áður leitar hugurinn alltaf heim þótt hér blási hraustlegir vindar og verðbólga sé að sliga hinn venjulega meðaljón.
Smartland óskar Ásdísi Rán og Þórði Daníel góðs gengis í lífsins ólgu sjó!