Sumarspá Siggu Kling komin í loftið

Sigga Kling er hér í grænni leðurkápu frá Andreu.
Sigga Kling er hér í grænni leðurkápu frá Andreu. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Hvernig verður sum­arið hjá þér? Er besta sum­ar lífs þíns í vænd­um? Ef þú vilt kom­ast nær sann­leik­an­um þá ætt­ir þú að finna þitt stjörnu­merki og at­huga hvort Sigga Kling hef­ur ekki eitt­hvað til mál­anna að leggja því splunku­ný sum­arspá frá henni er kom­in í loftið. 

Þú ert hrein­lega tengd­ur of­ur­neti!

Hrút­ur­inn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrút­ur­inn minn, það er búið að vera mik­il bar­átta í kring­um þig og það er kannski út af því að þú ætl­ar að gera allt í einu. Hug­ur­inn er að senda þér mynd í hvert skipti sem þú átt að byrja á ein­hverju verk­efni, þá sérðu í hug­an­um hvar er best að byrja. Skila­boðin sem þú færð eru sterk­ari og betri þegar þú skil­ur að þú ert in­ter­net.

Á sum­um stöðum eða tím­um er In­ter­netið þitt ekki al­veg nógu gott og líka get­ur verið að þú skilj­ir ekki nógu vel skila­boðin, þú kemst að því að þegar líða tek­ur á að þú ert hrein­lega tengd­ur of­ur­neti. Þú átt eft­ir að ein­falda lífið þitt og þar að leiðandi sjá miklu bet­ur hvað þú ert að gera, það er góð orka í ást­inni því að þú skynj­ar og veist að ást sem að þró­ast er miklu betri en ein­hver skyndigredda og skyndi­ást því að það er bara eins og skyndi­bit­inn sem fer illa í mann.

Lesa meira

Byrjaðu dag­inn eins og hann sé sá síðasti!

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku Nautið mitt, það er eins og það séu dul­ar­full­ir tím­ar í kring­um þig þú ert alltaf að hrökkva við að því að þú skil­ur ekki al­veg hvert þú ert að fara eða hvernig þú ætl­ar að hafa hlut­ina. Það vill svo merki­lega til að sól­in er enn þá í Nauts­merk­inu og það á hrein­lega ekki að vera hægt miðað við kort stjarn­anna því að Tví­bur­ar ættu að vera með sól­ina í sínu merki.

Þetta or­sak­ar það hjá okk­ur Naut­un­um sér­kenni­leg­ar stöður og æv­in­týri, hafðu það á hreinu að láta ekki hræða þig með ein­hverri vit­leysu, skoðaðu sjálf­ur málið og taktu álykt­an­ir út frá því hvernig þú sérð þetta allt sam­an. Sann­leik­ur­inn verður þér send­ur og þó að þú gæt­ir orðið pirraður í ein­hverja stund, þá er þetta samt þér til bless­un­ar.

Það er svo mik­il­vægt að þú vit­ir að það ert bara þú, þín orka og þín hugs­un sem að breyt­ir þínu lífi, ekki stóla á neinn til að tala fyr­ir þig þú þarft bara að biðja al­heimsork­una og lífs­ins in­ter­net að senda þér réttu orðin og það verður eins og töfra­sproti hafi sent þér því­líka orðheppni þegar þú ert bú­inn að hreinsa og klára þann haug sem ligg­ur fyr­ir fram­an þig þá verður þú eins kát­ur og belj­urn­ar þegar þeim er hleypt í fyrsta sinn út á vor­in.

Lesa meira

Farðu út með ruslið og ekki flokka það!

Tví­bur­inn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku Tví­bur­inn minn, þú ert svo til­finn­inga­rík­ur, skemmti­leg­ur og frum­leg­ur, þú ert svo sann­ar­lega sum­ar­barn í allri þinni mynd. Það er svo­lítið búið að taka á þína and­legu lund, þetta skemmti­lega og óvenju­lega veðurfar. Þú ert það stjörnu­merki sem ert mest bein­tengd­ur við veðurfar, flóð og fjöru og allt sem að á jörðinni lif­ir. Tví­bur­inn er tákn­mynd hand­anna því að hvert stjörnu­merki er tengt lík­ama, Hrút­ur er höfuðið, Nautið háls­inn og kjálk­arn­ir en þín bless­un er fólg­in í hönd­un­um.

Þú hef­ur kraft til að skapa hvort sem að það teng­ist vinn­unni þinni eða hressa við fólk á skap­andi hátt og hæfi­leik­ar þínir sýna sig bet­ur og bet­ur akkúrat núna. Þú hef­ur til­finn­ingu fyr­ir að vera spennt­ur án þess að vita fyr­ir hverju þú ert spennt­ur, þú ert að líta í kring­um þig og virðist alltaf sjá eitt­hvað nýtt, samt bank­ar aðeins í höfuðið á þér göm­ul mis­tök sem að aðrir hafa verið að skamma þig á ein­hvern hátt fyr­ir.

Lesa meira

Sum­arið verður eins skemmti­legt og góð þjóðhátíð!

Krabb­inn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabb­inn minn, eins og ómót­stæðileg­ur og þú ert þá virðist stund­um það vera þannig að þú borðir stress í morg­un­mat og mikl­ir fyr­ir þér þess­ar litlu hindr­an­ir sem að þú átt auðvelt með að sparka í burtu.

Þú átt það til að segja að þegar að þess­ir erfiðleik­ar, þessi skóli, þess­ar af­borg­an­ir eða þess­ar áhyggj­ur séu bún­ar þá verði allt svo miklu betra en staðreynd­in er sú að ef þú ert að taka þátt í þess­ari bíó­mynd sem kall­ast lífið þá munu alltaf blasa við þér ein­hverj­ir nýir erfiðleik­ar og storm­ar en storm­arn­ir eru góðir því þeir eru komn­ir til að taka til og gleðin verður alltaf yf­ir­sterk­ari hjá þér.

Lesa meira

Það leys­ist allt af sjálfu sér!

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ág­úst.

Elsku Ljónið mitt, þú hef­ur verið að liggja svo­lítið und­ir feldi og verið að bíða eft­ir því að hlut­irn­ir myndu bara leys­ast af sjálf­um sér og það er svo merki­legt og kem­ur vel á óvart að það er ná­kvæm­lega það sem ger­ist að það leysti úr hrærigrautn­um og þú þarft ekki að hafa næst­um því eins mikið fyr­ir líf­inu og þú hélst.

Það er að létt­ast ork­an þín og þér verður sýnt það að þú fáir það ör­yggi sem þú leit­ast eft­ir, jafn­vel tengt bú­setu, ást­inni og af­komu. Það er í eðli þínu að vera góður við fólk og það kem­ur þér á óvart hvað mun hjálpa þér og hver mun aðstoða þig.

Gaml­ir draum­ar eru að ræt­ast, ósk­ir sem þú sett­ir út jafn­vel fyr­ir svo­lítið löng­um tíma eru að birt­ast þér. Taktu vel eft­ir hvað þú átt miklu meiri aðdá­end­ur en þú nokk­urn tím­ann held­ur, það kem­ur hér líka að trú­in hvort sem að það sé æðri mátt­ur eða þinn eig­in er með ótak­markað afl eins og eld­flaug og þó að þú finn­ir fyr­ir viðkvæmni og jafn­vel tár geta fallið það er vegna þess að þú ert að rífa ísklak­ana af hjarta þínu.

Lesa meira

Þú ert eins og frels­is­stytt­an í New York óhagg­an­leg og sterk!

Meyj­an er frá 23. ág­úst til 22. sept­em­ber.
Elsku Meyj­an mín, þú ert búin að vera að hugsa margt og mikið og dá­lítið búin að end­ur­skoða hvað þig lang­ar virki­lega að gera. Þetta verður gott sum­ar sem blas­ir við þér, þú nærð bæði að hvíla þig og hafa það skemmti­legt en það er ekki sjá­an­lega ein­hverj­ar stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar fyrr en að haustið kem­ur með aðra orku inn í líf þitt.

Breyt­ing­ar eru ekki endi­lega góðar breyt­ing­anna vegna, það er svo dá­sam­legt að geta fundið frið og vellíðan í hjart­anu sínu en það er það sem við öll sækj­umst eft­ir. Fjöl­skyldu­tengsl verða nán­ari, ást­in verður betri eða ef það er ekk­ert já­kvætt sem þú sérð við ást­ina þá er mik­ill mögu­leiki að það gæti komið stór sprunga sem að verður erfitt að yf­ir­stíga.

Lesa meira

Gott og gjöf­ult sum­ar fram und­an!

Vog­in er frá 23. sept­em­ber til 22. októ­ber.

Elsku Vog­in mín, það er búið að vera ansi mikið rok og bát­ur­inn þinn hef­ur ruggað tölu­vert mikið. Þetta er jafn­vel tengt einni mann­eskju eða fleir­um sem að hafa svona mik­il áhrif á þig að þú nærð ekki al­veg að hugsa rök­rétt.

En all­ir vind­ar stytta upp um síðir og bát­ur­inn kemst á lygn­an sjó, þessi at­b­urður eða at­b­urðir gefa þér að lok­um hug­ar­ró og efl­ir traust þitt ef þú þarft á því að halda. Þú skalt ekki elt­ast við gling­ur og ver­ald­lega vit­leysu held­ur sjá að þú hef­ur allt sem þú þarft og ert bú­inn að vinna fyr­ir því öllu og get­ur verið sátt­ur.

Að sjálf­sögðu hef­ur þú misst eitt­hvað jafn­vel ver­ald­legt en þú verður jafn fljót­ur að byggja það upp aft­ur. Það er bæði hyggju­vit og viðskipta­vit sem að þér er gefið og þó þú þurf­ir kannski að vera leiðin­leg­ur við ein­hvern til þess að hreinsa til þá er best samt að horf­ast í augu við það sem er og klára málið.

Lesa meira

Augu þín glitra svo fal­lega eins og Þing­valla­vatn!

Sporðdrek­inn er frá 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber.

Elsku Sporðdrek­inn minn, það er eitt­hvað svo magnað og merki­legt að ger­ast í kring­um ork­una þína að jafn­vel að þér finn­ist að þú haf­ir breyst, sért hug­rakk­ari og meira þor­inn að leika aðal hlut­verkið í þess­ari bíó­mynd sem kall­ast lífið, þér fara nefni­lega ekki auka­hlut­verk.

Þú stend­ur fast­ur á þínu og það er hrein­lega ekki hægt að vaða í þig né yfir þig, þú end­ur­skipu­legg­ur svo margt sem að eru ekki endi­lega stór atriði en þegar að mörg­um lit­um atriðum í lífi þínu eru umbreytt verður það svo merki­legt og stórt sem ger­ist.

Þú hreins­ar í burt þær blóðsug­ur sem hafa tekið ork­una þína því að þú veist það svo vel að skipt­ir öllu máli hvern þú um­gengst og hver fær að vera með þér í þessu partýi. Ef þú ert á lausu og leit­andi þá glitra þessi óvenju­legu, fal­legu og sexý augu þín eins og Þing­valla­vatn og það er eng­inn aðili neitt merki­legri held­ur en þú svo minni­mátt­ar­kennd hæf­ir þér ekki hjarta­gull.

Lesa meira

Geislandi og gef­andi tím­ar í kort­un­um!

Bogmaður­inn er frá 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber.

Elsku bogmaður­inn minn, það er æðru­leys­is­bæn­in sem á svo sann­ar­lega við þig og hún hljóm­ar þannig: Guð gefi mér æðru­leysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Þessi tími sem að þú ert að fara inn í og horfa á ger­ir þig vitr­ari, læt­ur þig henda í burtu erfiðum sam­bönd­um eða ferð og lag­ar þau til. Það er um þetta tvennt að ræða og þó að ein­hver hafi gert mis­tök í kring­um þig þá það bara kannski mann­legt eðli.

Lesa meira

Þú þarft ekki að gera neitt!

Stein­geit­in er frá 22. des­em­ber til 19. janú­ar.

Elsku Stein­geit­in mín, það er svo margt sem þú þarft að halda utan um en það eru líka svo marg­ir sem vilja halda utan um þig. Þú hef­ur stund­um of mikið stolt til að biðja um aðstoð til að létta þér lífið, það eru all­ir bún­ir að vera svo­lítið upp­tekn­ir í kring­um þig en þú þarft bara að lyfta upp hendi þá er komið með til þín það sem þig vant­ar.

Það er svo yf­ir­gnæf­andi kraft­ur yfir þér einn dag­inn svo dag­inn eft­ir ertu al­veg búin, leyfðu þér bara að vera eins og öld­urn­ar svona upp og niður og sættu þig við það næstu fimm daga því þá eru svo já­kvæðar frétt­ir og já­kvætt fólk að gefa þér bless­un.

Þú elsk­ar að ná ár­angri í því sem þú ert að gera og þér finnst aldrei það sé komið al­veg nóg en ég segi eins og fyr­ir­les­ar­inn Alda Kar­en, þú ert nóg! Það er búið að vera æv­in­týra­legt lífs­hlaupið þitt und­an­farið svo mikið að ger­ast svo ekki er hægt að segja að það sé eng­in at­b­urðarás í gangi. Þetta er sum­arið þar sem fjöl­skylda þín dafn­ar og þú finn­ur ró og frið í teng­ing­um við þína nán­ustu, gefðu eins mikið afl og þú get­ur í þær teng­ing­ar og end­ur­nýjaðu gaml­an vin­skap því að það er lyk­il­atriði.

Lesa meira

Gefðu sjálf­um þér meira svig­rúm!

Vatns­ber­inn er frá 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar.
Elsku Vatns­ber­inn minn, það eru bún­ir að vera af­drifa­rík­ir at­b­urðir í kring­um þig í tölu­verðan tíma og þú vilt bæði halda í það sem þú hef­ur og svo viltu líka sleppa mörgu sem þú hef­ur. Við þetta ger­ist ringul­reið í hug­an­um en það sem ger­ist næstu þrjár vik­urn­ar að það kemst jafn­vægi á þetta allt sam­an og þú lít­ur á þessa veg­ferð þína sem góða reynslu og verður svo ánægður með hlut­skiptið þitt.

Þú þarft ekki að ótt­ast neitt því að það er vel hugsað um þig og þú ert líka svo vel tengd­ur í rétt­ar tíðnir og and­leg­an heim. Þú ger­ir fínt í kring­um þig og gef­ur þér tíma til að dekra við þig, lag­ar hlut­ina þannig að þú þarft ekki að vinna eins mikið þó þú vilj­ir hafa fjár­hag­inn og allt þitt á hreinu þá er núna tími til að gefa sjálf­um sér meira svig­rúm til að vera (To Be).

Lesa meira

Ekki hafa áhyggj­ur það er óþarfi!

Fisk­ur­inn er frá 19. fe­brú­ar til 20. mars.

Elsku Fisk­ur­inn minn, það er al­veg sama hvað ger­ist í þínu lífi það bjarg­ast alltaf. Þú sérð allt svart og enga út­komu samt bjarg­ast allt, þú skalt vand­lega fara yfir það sem ég er að segja núna. Að mörgu leyti núna finnst þér ekki nóg vera að ger­ast af því að þér líður best þegar þú þarft að vera á tán­um og hafa marga mögu­leika.

Það er búið að liggja yfir þér elsk­an mín áhyggju­ský sem gæti tengst fjöl­skyldumeðlimi eða ást­vini en í þess­um mál­um skaltu vera al­veg ró­leg­ur, það bjarg­ar engu hjá þér að gefa kvíðanum að borða. Þú þarft að úti­loka það að þú sért einn um að sjá um þenn­an eða hugsa um þinn þó að þú hald­ir áfram að gera það því út­kom­an verður góð.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda